Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2025 21:15 Skrifaði undir hjá Dortmund í dag og var lánaður til FCK í kjölfarið. Alexandre Simoes/Getty Images FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins. Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira
Ekki er langt síðan Vísir greindi frá því að FCK vildi losna við Rúnar Alex Rúnarsson, aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins. Hann virtist ekki í myndinni þegar undirbúningur fyrir síðari hluta tímabilsins hófst í janúar og þá virtist FCK vilja fá annan mann í búrið heldur en Nathan Trott. Sá hafði verið keyptur frá Vejle síðasta sumar þar sem hann var valinn besti markvörður deildarinnar á síðustu leiktíð. Rúnar Alex hafði fengið fá tækifæri með liðinu og virtist sem Englendingurinn Trott ætti stöðuna. Slök frammistaða hans leiddi til þess að táningurinn Theo Sander fékk tækifærið undir lok síðasta árs en hann virtist aftur kominn út í kuldann þegar snúið var til baka eftir jólafrí. Hinn 18 ára gamli Oscar Buur stóð vaktina í fyrsta æfingaleik liðsins á árinu þegar Lyngby kom í heimsókn. Varð Buur fyrir því óláni að puttabrotna í leiknum og verður því frá keppni næstu vikurnar. Í kvöld var svo staðfest að hinn 23 ára gamli Diant Ramaj sé kominn á láni frá Borussia Dortmund. Þýska félagið keypti hann frá Ajax en vill gefa honum spiltíma meðan Gregor Kobel er markvörður númer 1. Hjá FCK mun hann vera hluti af liði sem er í baráttunni um báða titlana þar í landi sem og í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Welcome to Copenhagen, Diant Ramaj 💪🏻🧤Read more about the transfer in your FCK App📲#fcklive pic.twitter.com/IkAlyYmxkQ— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Þá hefur Theo Sander verið lánaður til B-deildarliðs Hvidovre það sem eftir lifir tímabils svo sem stendur eru Ramaj, Trott og Rúnar Alex þeir þrír markverðir sem munu berjast um stöðuna. Theo Sander lejes ud til Hvidovre IFF.C. København lejer Theo Sander ud til Hvidovre IF for resten af sæsonen, og den 20-årige målmand skal optræde i 1. division frem til sommerferien. Læs mere her⤵️https://t.co/phVyGUv8QE#fcklive— F.C. København (@FCKobenhavn) February 3, 2025 Eins og staðan er í dag má reikna með að Rúnar Alex sé því þriðji markvörður liðsins. Ef sagan hefur þó kennt okkur eitthvað er það að hlutir geta breyst hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Sjá meira