Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:05 Lárus L. Blöndal er forseti ÍSÍ. Vísir/Einar Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar. ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Fyrsta konan sem verður forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Rak þjálfarann eftir tvær vikur Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar Eddie Jordan látinn „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Íslenski boltinn Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Fyrsta konan sem verður forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Rak þjálfarann eftir tvær vikur Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar Eddie Jordan látinn „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Sjá meira