Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 10:51 Lögreglumenn standa vörð fyrir utan lúxusíbúðablokkina „Rauðu seglin“ í Moskvu í morgun. Sprengja sprakk í anddyri hússins og virðist það hafa verið banatilræði gegn leiðtoga vopnaðrar sveitar í Austur-Úkraínu. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. Sprengjan sprakk í þann mund sem Armen Sakisjan, sem Úkraínumenn saka um að vinna með Rússum í Donetsk, gekk inn í anddyri hússins ásamt fjórum lífvörðum, að sögn rússneskra fjölmiðla. Sarkisjan var fluttur helsærður á sjúkrahús þar sem hann lést og einn lífvarða hans lést á vettvangi. Hinir þrír eru sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. TASS-ríkisfréttastofan hefur eftir löggæsluyfirvöldum að morðtilræðið hafi verið þaulskipulagt. Rannsóknin beinist að því hver hafi fyrirskipað tilræðið. Anddyrið á lúxusblokkinni í Moskvu þar sem sprengja sprakk í morgun.Rannsóknarlögregla Rússlands Úkraínska leyniþjónustan SBU lýsti Sarkisjan sem „glæpaforingja“ í Donetsk sem hefur að stórum hluta verið á valdi Rússa frá árinu 2014, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann væri grunaður um að aðstoða og taka þátt í starfsemi ólöglegra vopnaðra hópa. Sarkisjan hefði stýrt vopnaðri sveit sem styddi Rússa og væri skipuð sakamönnum. Skammt er síðan Úkraínumenn réðu Igor Kirillov, rússneskan herforingja, af dögum með sprengju fyrir utan íbúðablokk í Moskvu. Stjórnvöld í Kænugarði hafa enn ekki tjáð sig um sprenginguna í Moskvu í dag. Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Sarkisjan hefði látist af sárum sínum. Rússland Erlend sakamál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Sprengjan sprakk í þann mund sem Armen Sakisjan, sem Úkraínumenn saka um að vinna með Rússum í Donetsk, gekk inn í anddyri hússins ásamt fjórum lífvörðum, að sögn rússneskra fjölmiðla. Sarkisjan var fluttur helsærður á sjúkrahús þar sem hann lést og einn lífvarða hans lést á vettvangi. Hinir þrír eru sagðir þungt haldnir á sjúkrahúsi. TASS-ríkisfréttastofan hefur eftir löggæsluyfirvöldum að morðtilræðið hafi verið þaulskipulagt. Rannsóknin beinist að því hver hafi fyrirskipað tilræðið. Anddyrið á lúxusblokkinni í Moskvu þar sem sprengja sprakk í morgun.Rannsóknarlögregla Rússlands Úkraínska leyniþjónustan SBU lýsti Sarkisjan sem „glæpaforingja“ í Donetsk sem hefur að stórum hluta verið á valdi Rússa frá árinu 2014, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann væri grunaður um að aðstoða og taka þátt í starfsemi ólöglegra vopnaðra hópa. Sarkisjan hefði stýrt vopnaðri sveit sem styddi Rússa og væri skipuð sakamönnum. Skammt er síðan Úkraínumenn réðu Igor Kirillov, rússneskan herforingja, af dögum með sprengju fyrir utan íbúðablokk í Moskvu. Stjórnvöld í Kænugarði hafa enn ekki tjáð sig um sprenginguna í Moskvu í dag. Fréttin var uppfærð eftir að staðfest var að Sarkisjan hefði látist af sárum sínum.
Rússland Erlend sakamál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37 Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21 Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið tuttugu og níu ára gamlan mann frá Úsbekistan grunaðan um að hafa ráðið Igor Kirillov, rússneska hershöfðingjann sem var sprengdur í loft upp í Moskvu í gærmorgun, af dögum. 18. desember 2024 07:37
Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Úkraínskir embættismenn segja að útsendarar Öryggisstofnunar Úkraínu, sem er leyniþjónsta og í daglegu tali kallast SBU, hafi ráðið rússneskan herforingja af dögum í Mosvku í morgun. Herforinginn var í gær ákærður í Úkraínu fyrir notkun efnavopna. 17. desember 2024 11:21
Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Rússneskur hershöfðingi, Igor Kirillov, var drepinn í Moskvu í morgun þegar sprengja sprakk um leið og hann kom út úr íbúðabyggingu í höfuðborginni. 17. desember 2024 07:29