Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 09:52 Brynjar Níelsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Vísir/Vilhelm Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira