Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 20:08 Röðin náði langt niður eftir götu og það var mikil stemning í röðinni. Vísir/Ragnar Dagur Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu. MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði. Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði.
Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira