„Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 09:32 Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir bregða á leik með þeim Heber Cannon og Marston Sawyers. @butterybros Buttery Bros voru á staðnum þegar íslensku goðsagnirnar þrjár kepptu saman í fyrsta sinn á Wodapalooza mótinu um síðustu helgi. Strákarnir hafa nú skilað af sér skemmtilegu myndbandi um íslensku CrossFit drottningarnar en þeir fengu einstakt tækifæri til að fylgjast með Anníe, Katrínu og Söru á bak við tjöldin. Það verður varla komist hjá því fyrir þá Íslendinga sem horfa á myndbandið að þeir verði enn stoltari af þessum íslensku hetjum. Það verður að minnsta kosti erfitt að koma í veg fyrir gæsahúð og þjóðarstolt þegar horft er rökstuðning Smjörstrákanna fyrir því af hverju íslensku CrossFit drottningarnar verði alltaf hluti af sögu íþróttarinnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir glöddu marga með því að keppa undir nafninu „The Dottirs“ í Miami. Dóttir nafnið er risastórt í CrossFit íþróttinni þökk sé frábærri frammistöðu þeirra undanfarinn einn og hálfan áratug. Innblástur fyrir milljónir Smjörstrákarnir eru líka jafnhrifnir af íslensku CrossFit stelpunum og íslenska þjóðin enda er fyrirsögnin á myndbandinu: „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu.“ Því er ekki bara hent út í loftið heldur rökstutt með viðtölum og upprifjun á stórbrotnum ferli. „Þessar konur breyttu CrossFit heiminum og voru í leiðinni innblástur fyrir milljónir manns út um allan heim. Þær eru þekktar sem dæturnar,“ byrjaði Heber Cannon myndbandið um okkar konur. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) „Þær hafa náð frábærum árangri í einstaklingskeppni en geta þær komið saman og myndað sterkt lið í liðakeppninni á Wodapalooza? Við ætlum að fara með ykkur á bak við tjöldin og fylgjast með þeim innan og utan keppnisgólfsins. Um leið ætlum við að forvitnast meira um hvað gerði þær að þessum goðsögnum,“ sagði Marston Sawyers, hinn umsjónarmaður Buttery Bros. Svolítið stressuð Allar voru okkar konur að koma til baka, eftir meiðsli eða barnsburð. Katrín Tanja viðurkenndi strax að hún væri svolítið stressuð. „Ég fann það um leið og ég kom hingað að ég var stressuð,“ sagði Katrín Tanja svolítið áhyggjufull. Hún er hætt að keppa en tók eina keppni í viðbót til að gera keppt við hlið Anníe og Söru. Sara er byrjuð á fullu eftir meiðslin sem hafa eyðilagt undanfarin ár fyrir henni. Hún mætti Miami eftir að hafa keppt á öðru móti fyrr í janúar. „Aldur er bara númer eða það er það sem ég er að segja líkamanum mínum,“ sagði Sara og hló. Gaman að fá að gera þetta með þeim „Ég hef áður verið með Katrínu í liði og svo á öðrum tíma með Anníe í liðið. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum allar þrjár saman í liði,“ sagði Sara. „Við hittum fyrst á fimmtudaginn til að skipuleggja allt og það er svo gaman að fá að gera þetta með þeim,“ sagði Sara. Myndavélarnar eru á okkar konum í keppnunum og á milli ræða strákarnir við þær um það sem gekk á í hverri grein. Einnig er farið yfir magnaðan feril þeirra. „Ég held að við séum allar svolítið stressaðar en það er allt í lagi. Svo gæti farið að við fáum aldrei að upplifa þetta aftur og það er því langbest bara að fara út og njóta þess að keppa saman,“ sagði Katrín. Það var sjálfsögðu mikið um það að aðdáendurnir þeirra komu til þeirra og báðu um mynd eða smá spjall. Nánast undantekningarlaus var það til að segja íslensku goðsögnunum að þau hafi farið af stað vegna þeirra. Anníe Mist kann líka að meta það. Skiptir Anníe Mist miklu máli „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það skiptir mig miklu máli fólk kemur til mín og segir hæ og fer að segja mér frá því að ég hafi haft góð áhrif á líf þeirra. Það er ekki að ég þurfi á því að halda en stundum hugsar maður: Af hverju er ég að gera sjálfri mér þetta? Svona stundir skipta mann máli og er ástæðan fyrir því að ég held áfram. Það er svo gott að gera haft góð áhrif á fólk,“ sagði Anníe meyr. Hér fyrir neðan má sjá þetta gæsahúðarmyndband þar sem strákarnir sýna og sanna hvað íslensku goðsagnirnar hafa gert fyrir íþróttina sína á meðan hún hefur stækkað ár frá árið og orðið að þeirri vinsælu íþrótt sem hún er í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FR3C1Yt9cA8">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Það verður varla komist hjá því fyrir þá Íslendinga sem horfa á myndbandið að þeir verði enn stoltari af þessum íslensku hetjum. Það verður að minnsta kosti erfitt að koma í veg fyrir gæsahúð og þjóðarstolt þegar horft er rökstuðning Smjörstrákanna fyrir því af hverju íslensku CrossFit drottningarnar verði alltaf hluti af sögu íþróttarinnar. Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir glöddu marga með því að keppa undir nafninu „The Dottirs“ í Miami. Dóttir nafnið er risastórt í CrossFit íþróttinni þökk sé frábærri frammistöðu þeirra undanfarinn einn og hálfan áratug. Innblástur fyrir milljónir Smjörstrákarnir eru líka jafnhrifnir af íslensku CrossFit stelpunum og íslenska þjóðin enda er fyrirsögnin á myndbandinu: „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu.“ Því er ekki bara hent út í loftið heldur rökstutt með viðtölum og upprifjun á stórbrotnum ferli. „Þessar konur breyttu CrossFit heiminum og voru í leiðinni innblástur fyrir milljónir manns út um allan heim. Þær eru þekktar sem dæturnar,“ byrjaði Heber Cannon myndbandið um okkar konur. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) „Þær hafa náð frábærum árangri í einstaklingskeppni en geta þær komið saman og myndað sterkt lið í liðakeppninni á Wodapalooza? Við ætlum að fara með ykkur á bak við tjöldin og fylgjast með þeim innan og utan keppnisgólfsins. Um leið ætlum við að forvitnast meira um hvað gerði þær að þessum goðsögnum,“ sagði Marston Sawyers, hinn umsjónarmaður Buttery Bros. Svolítið stressuð Allar voru okkar konur að koma til baka, eftir meiðsli eða barnsburð. Katrín Tanja viðurkenndi strax að hún væri svolítið stressuð. „Ég fann það um leið og ég kom hingað að ég var stressuð,“ sagði Katrín Tanja svolítið áhyggjufull. Hún er hætt að keppa en tók eina keppni í viðbót til að gera keppt við hlið Anníe og Söru. Sara er byrjuð á fullu eftir meiðslin sem hafa eyðilagt undanfarin ár fyrir henni. Hún mætti Miami eftir að hafa keppt á öðru móti fyrr í janúar. „Aldur er bara númer eða það er það sem ég er að segja líkamanum mínum,“ sagði Sara og hló. Gaman að fá að gera þetta með þeim „Ég hef áður verið með Katrínu í liði og svo á öðrum tíma með Anníe í liðið. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum allar þrjár saman í liði,“ sagði Sara. „Við hittum fyrst á fimmtudaginn til að skipuleggja allt og það er svo gaman að fá að gera þetta með þeim,“ sagði Sara. Myndavélarnar eru á okkar konum í keppnunum og á milli ræða strákarnir við þær um það sem gekk á í hverri grein. Einnig er farið yfir magnaðan feril þeirra. „Ég held að við séum allar svolítið stressaðar en það er allt í lagi. Svo gæti farið að við fáum aldrei að upplifa þetta aftur og það er því langbest bara að fara út og njóta þess að keppa saman,“ sagði Katrín. Það var sjálfsögðu mikið um það að aðdáendurnir þeirra komu til þeirra og báðu um mynd eða smá spjall. Nánast undantekningarlaus var það til að segja íslensku goðsögnunum að þau hafi farið af stað vegna þeirra. Anníe Mist kann líka að meta það. Skiptir Anníe Mist miklu máli „Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það skiptir mig miklu máli fólk kemur til mín og segir hæ og fer að segja mér frá því að ég hafi haft góð áhrif á líf þeirra. Það er ekki að ég þurfi á því að halda en stundum hugsar maður: Af hverju er ég að gera sjálfri mér þetta? Svona stundir skipta mann máli og er ástæðan fyrir því að ég held áfram. Það er svo gott að gera haft góð áhrif á fólk,“ sagði Anníe meyr. Hér fyrir neðan má sjá þetta gæsahúðarmyndband þar sem strákarnir sýna og sanna hvað íslensku goðsagnirnar hafa gert fyrir íþróttina sína á meðan hún hefur stækkað ár frá árið og orðið að þeirri vinsælu íþrótt sem hún er í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FR3C1Yt9cA8">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti