„Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:26 Vatn hefur flætt úr pollinum við Hringhamar ofan í nálæg undirgöng sem eru eins og sjá má næstum alveg full. Vænta má að vatnið nái tveggja metra dýpt inni í göngunum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðasta sólarhring sent dælubíla í 26 útköll og megnið af því vegna vatnsleka. Á sama tíma hefur slökkviliðið sinnt óvenjumörgum sjúkraflutningum. „Það er búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn,“ sagði Stefán Kristinsson varðstjóri við fréttastofu rétt upp úr átta. „Við erum búin að taka 140 sjúkraflutninga og síðasta sólarhring voru einhver 26 útköll á dælubíla og megnið vegna vatnsleka,“ sagði hann einnig. Þar hafi vatnsbrunnar ekki haft undan magni regnvatns og flætt inn í hús. Ný vakt sem tók við klukkan sjö í morgun var þegar búin að fá þrjár tilkynningar um vatnsleka á fyrsta klukkutímanum. „Þar af einn stór í Kópavogi,“ sagði Stefán. „Bílakjallari og geymslur sem eru stappfull af vatni.“ Um 140 sjúkraflutningar þykir óvenjumikið en að sögn Stefáns tengist það óveðrinu ekki sérstaklega þó einhver hálkuslys hafi bæst í við hefðbundin útköll. Mynd frá Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem vatn flæðir upp úr jörðinni og brunnlokið hefur ekki undan. Pollar leika landann grátt Stórir pollar og vatnselgir hafa myndast víða um höfuðborgarsvæðið bílstjórum og öðrum til mikilla ama. Hringtorgið við Hringhamar þar sem pollurinn gárast í vindinum.AÐSEND Fréttastofu hafa borist myndir frá Hringhamri í Hafnarfirði þar sem gríðarlega stór pollur hefur myndast yfir allan veginn þannig erfitt er að komast yfir hann. Nú í morgun bárust fleiri myndir frá Hringhamri þar sem sést að vatnið við hringtorgið hefur streymt ofan í nálæg undirgöng sem eru nú komin algjörlega undir vatn. Vatnið fyllir undirgöngin næstum því alveg og nær væntanlega um tveggja metra dýpt inni í göngunum. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Slökkvilið Veður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
„Það er búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn,“ sagði Stefán Kristinsson varðstjóri við fréttastofu rétt upp úr átta. „Við erum búin að taka 140 sjúkraflutninga og síðasta sólarhring voru einhver 26 útköll á dælubíla og megnið vegna vatnsleka,“ sagði hann einnig. Þar hafi vatnsbrunnar ekki haft undan magni regnvatns og flætt inn í hús. Ný vakt sem tók við klukkan sjö í morgun var þegar búin að fá þrjár tilkynningar um vatnsleka á fyrsta klukkutímanum. „Þar af einn stór í Kópavogi,“ sagði Stefán. „Bílakjallari og geymslur sem eru stappfull af vatni.“ Um 140 sjúkraflutningar þykir óvenjumikið en að sögn Stefáns tengist það óveðrinu ekki sérstaklega þó einhver hálkuslys hafi bæst í við hefðbundin útköll. Mynd frá Suðurgötu í Hafnarfirði þar sem vatn flæðir upp úr jörðinni og brunnlokið hefur ekki undan. Pollar leika landann grátt Stórir pollar og vatnselgir hafa myndast víða um höfuðborgarsvæðið bílstjórum og öðrum til mikilla ama. Hringtorgið við Hringhamar þar sem pollurinn gárast í vindinum.AÐSEND Fréttastofu hafa borist myndir frá Hringhamri í Hafnarfirði þar sem gríðarlega stór pollur hefur myndast yfir allan veginn þannig erfitt er að komast yfir hann. Nú í morgun bárust fleiri myndir frá Hringhamri þar sem sést að vatnið við hringtorgið hefur streymt ofan í nálæg undirgöng sem eru nú komin algjörlega undir vatn. Vatnið fyllir undirgöngin næstum því alveg og nær væntanlega um tveggja metra dýpt inni í göngunum. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Slökkvilið Veður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira