Gunnar Bragi hóf störf á dögunum.
„Ég hlakka bara til, það er gaman að fara vinna þarna megin við pólitíkina,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu.
Gunnar Bragi var þingmaður Framsóknarflokksins árin 2009 til 2017. Hann var formaður þingflokks Framsóknar kjörtímabilið 2009 til 2013 en tók við sem utanríksráðherra kjörtímabilið 2013 til 2016. Þá fór hann yfir í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 2016 til 2017.
Gunnar Bragi skipti yfir í Miðflokkinn kjörtímabilið 2017 til 2023 og var formaður þingflokks Miðflokksins.
Hann var í öðru sæti í Norðvesturkjördæmi í nýliðinum Alþingiskosningum.
Gunnar Bragi hefur áður verið skráður sem starfsmaður flokksins en sagðist þá vera sjálfstæður ráðgjafi.
„Ég verð ekki sjálfstæður ráðgjafi núna en verð í svipuðum verkefnum, “ segir hann.