Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum er bent á að hvassviðri, hlýindum og rigningu sé spáð næstu klukkustundir og daga.
„Í slíku veðri getur skapast hætta á krapaflóðum og/eða snjóflóðum. Þessi hætta virðist vera meiri á Sunnanverðum Vestfjörðum en einnig yfir vegum sem liggja í bröttum hlíðum, eins og Raknadalshlíð, Súðavíkur og Kirkjubólshlíð.“
Lögreglan hvetur íbúa og vegfarendur til þess að vera undir það búin ef gripið verði til ráðstafana, líkt og lokunnar eða rýminga.