Vigdís, sem verður tvítug í apríl, hefur leikið með meistaraflokki Breiðabliks frá 2020. Hún var lánuð til Keflavíkur hluta tímabilsins 2022.
Vigdís hefur leikið 62 leiki í efstu deild og skorað fimmtán mörk. Á síðasta tímabili skoraði hún ellefu mörk í 23 deildarleikjum. Blikar urðu Íslandsmeistarar eftir að hafa gert jafntefli við Valskonur í úrslitaleik um titilinn.
Anderlecht er í 2. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, einu stigi á eftir toppliði Leuven sem Diljá Ýr Zomers leikur með. Næsti leikur Anderlecht er gegn Genk á heimavelli á morgun.
Á síðasta tímabili varð Anderlecht belgískur meistari.