„Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 30. janúar 2025 21:55 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, segir mikið vanta upp á hjá sínu liði eins og sakir standa. Vísir/Pawel Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sár og svekktur með hugarfar og orkustig leikmanna sinna þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í leik liðanna í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Jóhann Þór segir að lægðin sem hafi látið á sér kræla í nóvember sé enn til staðar hjá liðinu. „Við náðum aldrei neinu flugi í okkar leik og Stjörnumenn voru einfaldlega miklu betri í þessum leik. Við vorum slegnir utan undir strax í upphafi leiks og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það veldur mér áhyggjum hversu mikið betri þeir vorum á öllum sviðum í þessum leik,“ sagði Jóhann Þór, sýnilega hundfúll. „Við erum búnir að vera í lægð síðan um miðjan nóvember og við verðum að finna lausnir á því hvernig við náum að bæta leik liðsins. Það vantar alla orku og gleði í liðið og frammistaðan er eftir því. Við verðum að snúa bökum saman og snúa þessu í rétta átt,“ sagði Jóhann Þór enn fremur. „Það er eins og formaðurinn standi í hurðinni og dragði leikmenn og mig sjálfan inn á parketið til þess að spila þessa leiki. Það er engin gleði og það vantar allan vilja til þess að gera það sem þarf til þess að landa sigrum í höfn,“ sagði hann svekktur út í sjálfan sig og lærisveina sína. Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um Bandaríkjamann en Devon Thomas hefur verið leystur undan samningi. Jeremy Pargo sem á að leysa hann af hólmi og lappa upp á leik Grindavíkurliðsins er ekki kominn til landsins en Jóhann Þór segir að fjarvera hans geta ekki útskýrt muninn á liðunum í kvöld. „Við getum fengið til liðs við okkur 58 leikmenn en ef að andinn er ekki meiri í þeim leikmönnum sem eru til staðar inni á vellinum þá mun þetta ekkert breytast og við höldum bara áfram í sama horfinu. Nú er ekkert sem heitir lengur og við þurfum að grafa djúpt eftir þeirri orku og gleði sem til þarf til þess að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Jóhann Þór vonsvikinn. Bónus-deild karla Grindavík Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
„Við náðum aldrei neinu flugi í okkar leik og Stjörnumenn voru einfaldlega miklu betri í þessum leik. Við vorum slegnir utan undir strax í upphafi leiks og náðum okkur aldrei almennilega á strik. Það veldur mér áhyggjum hversu mikið betri þeir vorum á öllum sviðum í þessum leik,“ sagði Jóhann Þór, sýnilega hundfúll. „Við erum búnir að vera í lægð síðan um miðjan nóvember og við verðum að finna lausnir á því hvernig við náum að bæta leik liðsins. Það vantar alla orku og gleði í liðið og frammistaðan er eftir því. Við verðum að snúa bökum saman og snúa þessu í rétta átt,“ sagði Jóhann Þór enn fremur. „Það er eins og formaðurinn standi í hurðinni og dragði leikmenn og mig sjálfan inn á parketið til þess að spila þessa leiki. Það er engin gleði og það vantar allan vilja til þess að gera það sem þarf til þess að landa sigrum í höfn,“ sagði hann svekktur út í sjálfan sig og lærisveina sína. Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um Bandaríkjamann en Devon Thomas hefur verið leystur undan samningi. Jeremy Pargo sem á að leysa hann af hólmi og lappa upp á leik Grindavíkurliðsins er ekki kominn til landsins en Jóhann Þór segir að fjarvera hans geta ekki útskýrt muninn á liðunum í kvöld. „Við getum fengið til liðs við okkur 58 leikmenn en ef að andinn er ekki meiri í þeim leikmönnum sem eru til staðar inni á vellinum þá mun þetta ekkert breytast og við höldum bara áfram í sama horfinu. Nú er ekkert sem heitir lengur og við þurfum að grafa djúpt eftir þeirri orku og gleði sem til þarf til þess að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Jóhann Þór vonsvikinn.
Bónus-deild karla Grindavík Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum