„Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. janúar 2025 22:03 Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld gegn Valsmönnum á fleygiferð en virtust svo algjörlega missa móðinn eftir því sem leið á en Valsmenn unnu að lokum nokkuð öruggan 88-76 sigur þegar liðin mættust í Bónus-deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit