Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 10:30 Þingmenn AfD voru kampakátir eftir að ályktunin sem þeir studdu var samþykkt naumlega í gær, þar á meðal Alice Weidel, varaformaður flokksins (eina konan á myndinni). Vísir/EPA Ályktun gegn innflytjendum og flóttafólki sem Kristilegir demókratar fengu samþykkta með stuðningi öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskalands er sögð vatnaskil í þýskum stjórnmálum þar sem flokkar hafa fram að þessu útilokað samstarf við harðlínumennina. Líklegt er að flokkarnir verði þeir tveir stærstu eftir kosningar í næsta mánuði. Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira