Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 10:30 Þingmenn AfD voru kampakátir eftir að ályktunin sem þeir studdu var samþykkt naumlega í gær, þar á meðal Alice Weidel, varaformaður flokksins (eina konan á myndinni). Vísir/EPA Ályktun gegn innflytjendum og flóttafólki sem Kristilegir demókratar fengu samþykkta með stuðningi öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskalands er sögð vatnaskil í þýskum stjórnmálum þar sem flokkar hafa fram að þessu útilokað samstarf við harðlínumennina. Líklegt er að flokkarnir verði þeir tveir stærstu eftir kosningar í næsta mánuði. Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Neðri deild þýska þingsins samþykkti aðra af tveimur ályktun Kristilegra demókrata (CDU) um að öryggisráðstafanir á landmærunum yrðu hertar og þeim lokað fyrir ólöglegum ferðum fólks í kjölfar þess að afganskur hælisleitandi stakk tvo til bana í borginni Aschaffenburg í síðustu viku. Sósíademókrataflokkur Olafs Scholz kanslara og græningjar greiddu atkvæði á móti ályktuninni sem er þó ekki lagalega bindandi fyrir ríkisstjórnina. Þingmenn öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) tryggðu að ályktunin fór naumlega í gegn. Scholz lét kristilega demókrata og Friedrich Merz, leiðtoga þeirra, fá það óþvegið fyrir að fara í eina sæng með AfD, að sögn Reuters. „Frá stofnun þýska sambandslýðveldisins fyrir 75 árum hefur það alltaf verið almennt samkomulag allra lýðræðissinna: við tökum ekki höndum saman við öfgahægrið. Þið hafi rofið þessa grundvallarsátt lýðveldisins í hita augnabliksins,“ sagði Scholz í þingræðu. Ýjaði kanslarinn að því að CDU og AfD gætu myndað samsteypustjórn eftir kosningarnar 23. febrúar þrátt fyrir að Merz hafi útilokað það til þessa. Bæði kaþólska kirkjan og mótmælendakirkjan varaði við því í bréfi til þingsins að það væri skaðlegt lýðræðinu í landinu að vinna með öfgahægrimönnum. Friedrich Merz, leiðtogi CDU og líklegur næsti kanslari Þýskalands, við atkvæðagreiðslu í þýska þinginu í gær.Vísir/EPA Ekki rangt þótt „rangt fólk“ styðji það Merz varði sig með þeim rökum að ákvörðun væri ekki röng ef „rangt fólk“ styddi hana. Hann harmaði þó að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD. Hann boðaði ennfremur frekari tillögur um takmarkanir á fólksflutninga á morgun. AfD er sá flokkur sem er yst á hægri jaðrinum af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu. Honum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum þrátt fyrir að hann sé einangraður á þingi. Þýska leyniþjónustan skilgreinir AfD sem mögulega öfgahreyfingu sem kunni að ógna lýðræði í landinu og hefur eftirlit með flokknum sem slíkum. Öfgahægrihyggja er sérstaklega viðkvæmt mál í Þýskalandi vegna svartrar sögu nasismans á 20. öld. Nasistaflokkur Adolfs Hitler komst meðal annars til valda á 4. áratug hennar með hjálp íhaldsflokka sem töldu sig geta beislað meðbyr nasista í eigin þágu. Á endanum lögðust þeir í duftið eins og aðrir fyrir Hitler sem stýrði einu alræmdasta alræðisríki í sögu mannkynsins með harðri hendi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Flóttamenn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira