Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 16:02 Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum, þeim láðist að skrá sig rétt, úr félagasamtökum í stjórnmálaflokk til að eiga rétt á greiðslum, og uppfylli þar með ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Og núna borga þeir til baka, þetta eru þeirra mistök og þeim ber að borga til baka alveg eins og Elli og Örorkuþegum er gert að borga til baka, okkur er gert að skrá allt rétt, það er á okkar ábyrgð annars þurfum við að borga til baka engin miskun. Við þurfum að vera stöðugt að fylgjast með svo við lendum ekki í endurgreiðslum. Hvernig passa ég upp á að fá ekki ofgreitt? Með því að gæta þess að tekjuáætlun mín hjá TR sé alltaf rétt miðað við þær tekjur sem ég fæ, lífeyrissjóður og Fjármagnstekjur þar með. Með því að að vera alltaf rétt skráð, á ég maka, bý ég ein eða þurfti ég innlögn á spítala eða stofnum, dó ég kannski, þetta þurfum við allt að passa upp á að sé rétt skráð svo við fáum ekki bakreikning frá TR en endurútreikningur fer almennt fram í lok maí ár hvert eftir skil á skattframtali. Ábyrgðin er okkar og við erum látin borga til baka alveg sama hvað. Dæmi: Ef þú býr ein(n) færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.715 kr. á mánuði Ef þú býr ekki ein(n), til dæmis ef barnið þitt nær 18 ára aldri þá býrðu ekki lengur einn og færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 332.257 kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 61.458 kr of mikið og þarft að borga til baka. Ef þér tækist að eiga smá inn á reikningnum þínum og fá smá fjármagnstekjur kannski 1.000 kr á mánuði færðu samtals ráðstöfunartekjur eftir skatt 393.312 kr. kr. á mánuði, úps þarna hefurðu fengið 403 kr of mikið og þarft að borga til baka. Eða ef þú deyrð í byrjun mánaðar þá þarf að borga til baka frá dánardegi til mánaðarloka, TR borgar fyrir fram. Það er engin miskunn okkur ber að borga til baka það er dregið af bótunum okkar á hverjum mánuði. Fólk sem býr nú þegar við hungurmörk munar um hvern eyri. Það á ekki að gera minni kröfu á æðstu embættismenn landsins eða þá sem sækjast eftir að vera það, Frumvarpið sem um ræðir varð að lögum nr. 109/2021 Flutningsmenn frumvarpsins voru formenn þeirra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi árið 2021 (Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn og Píratar ), það ríkti þverpólitísk sátt um þetta frumvarp, 52 greiddu með því atkvæði - hinir ellefu voru fjarverandi. Þetta er ekki "Lítill formgalli" sem er óheppilegur og ekkert mál, og þið vissuð öll um þetta, þið lögðuð þetta til og samþykktuð að lögum. Þann 25. janúar árið 2022, þegar framlögum fyrir það ár var úthlutað, höfðu Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistaflokkurinn ekki skráð sig sem stjórnmálasamtök. Sjálfstæðisflokkur og Píratar bættu úr skráningunni síðar árið 2022, Sósíalistaflokkurinn í nóvember 2023 og Vinstri græn í september 2024. Flokkur fólksins er enn skráður sem félagasamtök. Þeir voru á Þingi þegar þetta var samþykkt og vissu af þessu, þeir hafa enga afsökun. BORGIÐ til baka. P.S. ég og fleiri frábiðjum okkur að vera kölluð "fólkið hennar Ingu" eða "skjólstæðingar Ingu" nú eða þá "hópurinn sem Inga stendur fyrir" Hún er ekki fulltrúi allra Elli og Öryrkja, langt frá því, þó margir hafi í örvæntingu fallið fyrir loforði hennar um " 450.000 kr. á mánuði í ráðstöfunartekjur skatta- og skerðingarlaust" féllu ekki allir fyrir svoleiðis skrauti. Höfundur hefur oft þurft að borga ofgreiddar bætur til baka.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun