Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 18:40 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn í höllinni í Zagreb í kvöld. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu. Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira