Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 06:30 Irina Viner á hásetta vini í Rússlandi og þar á meðal er Vladimir Putin. Getty/Maksim Konstantinov/ Ungar rússneska fimleikakonur voru settar í mjög erfiðar og ógeðfeldar aðstæður af þjálfara sínum sem átti ríka og valdamikla vini eins og Vladimir Putin. Irina Viner er heimsfrægur fimleikaþjálfari frá Rússlandi sem réði í ríkjum í rússneskum fimleikum í meira en tuttugu ár og náði hún mjög góðum árangri á þeim tíma. Viner er nú 76 ára gömul og eins og er í tveggja ára banni fyrir að gagnrýna dómara opinberlega eftir Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Það virðist þó hafa verið ýmislegt í gangi á bak við tjöldin en völd Viner voru rosalega mikil í rússneska fimleikaheiminum. Aftonbladet segir frá. Sænska Aftonbladet fjallaði um málið.@Sportbladet Viner hefur nú verið sökuð um að reka hálfgert vændishús fyrir ríka rússneska viðskiptajöfra sem vildu komast í sambönd með fimleikastjörnunum hennar. Þegar fimleikakonurnar voru komnar yfir sitt besta á keppnisgólfinu og þá var Viner með kerfi í gangi til að reyna að koma þeim í sambönd við ríka rússneska karlmenn. Úkraínska fimleikakonan Ganna Rizatdinova kom fram með þessar ásakanir á hendur Viner. „Þegar þær hættu að keppa á Ólympíuleikum og voru komnar yfir sitt besta á ferlinum þá var þeim stillt upp fyrir framan karlmenn. Viner sagði: Veldu einhvern,“ sagði Rizatdinova og líkti þessu við vændishús. Irina Viner var sjálf gift ólígarkanum Alisher Usmanov í þrjátíu ár en hann var einu sinni ríkasti maður Rússlands. Hún er líka sögð eiga heiðurinn á því að koma Vladimir Putin forseta í samband við Alinu Kabaeva. Kabaeva er fyrrum fimleikakona og hefur verið viðhald Putin í fjöldamörg ár. Viner neitar þessum ásökunum. „Ég valdi ekki samböndin hjá fimleikastelpunum mínum. Ég reyndi meira segja að koma í veg fyrir að Amina Zaripova færi að hitta Aleksey Kortnev af því að hann átti eiginkonu og börn. Hún hlustaði ekki á mig og sagði við mig: Ég elska hann,“ sagði Viner. „Ég sjálf hafði gert það sama [þegar hún hitti Alisher Usmanov] og sagði því: Allt í lagi ef þú elskar hann, haltu þessu áfram. Þau enduðu á því að gifta sig og eignast börn saman,“ sagði Viner við Sport24. Amina Zaripova er nú 48 ára gömul en hún keppti í nútíma fimleikum á tíunda áratugnum og varð fimm sinnum heimsmeistari Árið 2022 giftist hún tónlistarmanninum Aleksey Kortnev sem er tíu árum eldri en hún. Fimleikar Rússland Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sjá meira
Irina Viner er heimsfrægur fimleikaþjálfari frá Rússlandi sem réði í ríkjum í rússneskum fimleikum í meira en tuttugu ár og náði hún mjög góðum árangri á þeim tíma. Viner er nú 76 ára gömul og eins og er í tveggja ára banni fyrir að gagnrýna dómara opinberlega eftir Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Það virðist þó hafa verið ýmislegt í gangi á bak við tjöldin en völd Viner voru rosalega mikil í rússneska fimleikaheiminum. Aftonbladet segir frá. Sænska Aftonbladet fjallaði um málið.@Sportbladet Viner hefur nú verið sökuð um að reka hálfgert vændishús fyrir ríka rússneska viðskiptajöfra sem vildu komast í sambönd með fimleikastjörnunum hennar. Þegar fimleikakonurnar voru komnar yfir sitt besta á keppnisgólfinu og þá var Viner með kerfi í gangi til að reyna að koma þeim í sambönd við ríka rússneska karlmenn. Úkraínska fimleikakonan Ganna Rizatdinova kom fram með þessar ásakanir á hendur Viner. „Þegar þær hættu að keppa á Ólympíuleikum og voru komnar yfir sitt besta á ferlinum þá var þeim stillt upp fyrir framan karlmenn. Viner sagði: Veldu einhvern,“ sagði Rizatdinova og líkti þessu við vændishús. Irina Viner var sjálf gift ólígarkanum Alisher Usmanov í þrjátíu ár en hann var einu sinni ríkasti maður Rússlands. Hún er líka sögð eiga heiðurinn á því að koma Vladimir Putin forseta í samband við Alinu Kabaeva. Kabaeva er fyrrum fimleikakona og hefur verið viðhald Putin í fjöldamörg ár. Viner neitar þessum ásökunum. „Ég valdi ekki samböndin hjá fimleikastelpunum mínum. Ég reyndi meira segja að koma í veg fyrir að Amina Zaripova færi að hitta Aleksey Kortnev af því að hann átti eiginkonu og börn. Hún hlustaði ekki á mig og sagði við mig: Ég elska hann,“ sagði Viner. „Ég sjálf hafði gert það sama [þegar hún hitti Alisher Usmanov] og sagði því: Allt í lagi ef þú elskar hann, haltu þessu áfram. Þau enduðu á því að gifta sig og eignast börn saman,“ sagði Viner við Sport24. Amina Zaripova er nú 48 ára gömul en hún keppti í nútíma fimleikum á tíunda áratugnum og varð fimm sinnum heimsmeistari Árið 2022 giftist hún tónlistarmanninum Aleksey Kortnev sem er tíu árum eldri en hún.
Fimleikar Rússland Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sjá meira