Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 06:30 Irina Viner á hásetta vini í Rússlandi og þar á meðal er Vladimir Putin. Getty/Maksim Konstantinov/ Ungar rússneska fimleikakonur voru settar í mjög erfiðar og ógeðfeldar aðstæður af þjálfara sínum sem átti ríka og valdamikla vini eins og Vladimir Putin. Irina Viner er heimsfrægur fimleikaþjálfari frá Rússlandi sem réði í ríkjum í rússneskum fimleikum í meira en tuttugu ár og náði hún mjög góðum árangri á þeim tíma. Viner er nú 76 ára gömul og eins og er í tveggja ára banni fyrir að gagnrýna dómara opinberlega eftir Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Það virðist þó hafa verið ýmislegt í gangi á bak við tjöldin en völd Viner voru rosalega mikil í rússneska fimleikaheiminum. Aftonbladet segir frá. Sænska Aftonbladet fjallaði um málið.@Sportbladet Viner hefur nú verið sökuð um að reka hálfgert vændishús fyrir ríka rússneska viðskiptajöfra sem vildu komast í sambönd með fimleikastjörnunum hennar. Þegar fimleikakonurnar voru komnar yfir sitt besta á keppnisgólfinu og þá var Viner með kerfi í gangi til að reyna að koma þeim í sambönd við ríka rússneska karlmenn. Úkraínska fimleikakonan Ganna Rizatdinova kom fram með þessar ásakanir á hendur Viner. „Þegar þær hættu að keppa á Ólympíuleikum og voru komnar yfir sitt besta á ferlinum þá var þeim stillt upp fyrir framan karlmenn. Viner sagði: Veldu einhvern,“ sagði Rizatdinova og líkti þessu við vændishús. Irina Viner var sjálf gift ólígarkanum Alisher Usmanov í þrjátíu ár en hann var einu sinni ríkasti maður Rússlands. Hún er líka sögð eiga heiðurinn á því að koma Vladimir Putin forseta í samband við Alinu Kabaeva. Kabaeva er fyrrum fimleikakona og hefur verið viðhald Putin í fjöldamörg ár. Viner neitar þessum ásökunum. „Ég valdi ekki samböndin hjá fimleikastelpunum mínum. Ég reyndi meira segja að koma í veg fyrir að Amina Zaripova færi að hitta Aleksey Kortnev af því að hann átti eiginkonu og börn. Hún hlustaði ekki á mig og sagði við mig: Ég elska hann,“ sagði Viner. „Ég sjálf hafði gert það sama [þegar hún hitti Alisher Usmanov] og sagði því: Allt í lagi ef þú elskar hann, haltu þessu áfram. Þau enduðu á því að gifta sig og eignast börn saman,“ sagði Viner við Sport24. Amina Zaripova er nú 48 ára gömul en hún keppti í nútíma fimleikum á tíunda áratugnum og varð fimm sinnum heimsmeistari Árið 2022 giftist hún tónlistarmanninum Aleksey Kortnev sem er tíu árum eldri en hún. Fimleikar Rússland Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Sjá meira
Irina Viner er heimsfrægur fimleikaþjálfari frá Rússlandi sem réði í ríkjum í rússneskum fimleikum í meira en tuttugu ár og náði hún mjög góðum árangri á þeim tíma. Viner er nú 76 ára gömul og eins og er í tveggja ára banni fyrir að gagnrýna dómara opinberlega eftir Ólympíuleikana í Tókýó 2021. Það virðist þó hafa verið ýmislegt í gangi á bak við tjöldin en völd Viner voru rosalega mikil í rússneska fimleikaheiminum. Aftonbladet segir frá. Sænska Aftonbladet fjallaði um málið.@Sportbladet Viner hefur nú verið sökuð um að reka hálfgert vændishús fyrir ríka rússneska viðskiptajöfra sem vildu komast í sambönd með fimleikastjörnunum hennar. Þegar fimleikakonurnar voru komnar yfir sitt besta á keppnisgólfinu og þá var Viner með kerfi í gangi til að reyna að koma þeim í sambönd við ríka rússneska karlmenn. Úkraínska fimleikakonan Ganna Rizatdinova kom fram með þessar ásakanir á hendur Viner. „Þegar þær hættu að keppa á Ólympíuleikum og voru komnar yfir sitt besta á ferlinum þá var þeim stillt upp fyrir framan karlmenn. Viner sagði: Veldu einhvern,“ sagði Rizatdinova og líkti þessu við vændishús. Irina Viner var sjálf gift ólígarkanum Alisher Usmanov í þrjátíu ár en hann var einu sinni ríkasti maður Rússlands. Hún er líka sögð eiga heiðurinn á því að koma Vladimir Putin forseta í samband við Alinu Kabaeva. Kabaeva er fyrrum fimleikakona og hefur verið viðhald Putin í fjöldamörg ár. Viner neitar þessum ásökunum. „Ég valdi ekki samböndin hjá fimleikastelpunum mínum. Ég reyndi meira segja að koma í veg fyrir að Amina Zaripova færi að hitta Aleksey Kortnev af því að hann átti eiginkonu og börn. Hún hlustaði ekki á mig og sagði við mig: Ég elska hann,“ sagði Viner. „Ég sjálf hafði gert það sama [þegar hún hitti Alisher Usmanov] og sagði því: Allt í lagi ef þú elskar hann, haltu þessu áfram. Þau enduðu á því að gifta sig og eignast börn saman,“ sagði Viner við Sport24. Amina Zaripova er nú 48 ára gömul en hún keppti í nútíma fimleikum á tíunda áratugnum og varð fimm sinnum heimsmeistari Árið 2022 giftist hún tónlistarmanninum Aleksey Kortnev sem er tíu árum eldri en hún.
Fimleikar Rússland Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Sjá meira