Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar 27. janúar 2025 10:02 Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur svarað ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunasamtökum um sparnað og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Félagið hefur lagt fram sextán sparnaðartillögur, en þar á meðal eru tillögur um lykilaðgerðir í starfsmannamálum ríkisins, sem eru forsenda langtímahagræðingar. Fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu Skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir FA 2023, sýndi að opinberum starfsmönnum hefði á sex ára tímabili fjölgað um rúmlega 20%, á sama tíma og fólki á almennum vinnumarkaði fjölgaði um 3%. Fjölgunin var mest í opinberri stjórnsýslu, eða um 60% á sex árum. Umfang hins opinbera á vinnumarkaðnum er með því mesta sem gerist innan OECD. Að mati FA er full ástæða til að staldra við og setja stopp á nýráðningar innan stjórnsýslunnar nema í sérstökum undantekningartilvikum, því að fjölgunin virðist stjórnlaus. Það getur ekki talist eðlilegt að störfum á vegum hins opinbera fjölgi hraðar en á einkamarkaðnum. Kjör opinberra starfsmanna og samanburður við einkamarkaðinn Í ofangreindri skýrslu Intellecon var sýnt fram á að á undanförnum árum hefur launamunur milli opinberrar stjórnsýslu og einkamarkaðarins nánast horfið. Launakostnaður á hverja vinnustund í opinberri stjórnsýslu hefur farið mjög hækkandi, mun meira en á almenna markaðnum. Um leið njóta opinberir starfsmenn ýmissa sérréttinda umfram starfsfólk á almennum vinnumarkaði, s.s. styttri vinnuviku, lengra orlofs, ríkari veikindaréttar og meira starfsöryggis. Ekki eingöngu eru þessi sérréttindi opinberra starfsmanna til kostnaðarauka fyrir skattgreiðendur heldur gera þau einkafyrirtækjum torvelt fyrir að keppa við stjórnsýsluna um sérhæft starfsfólk, einkum sérfræðinga og stjórnendur. FA telur ótækt að hið opinbera leiði launa- og kjaraþróun í landinu, eins og gerðist með kjarasamningum árið 2014, þar sem samið var um langtum meiri hækkanir en á almennum markaði, og í samningunum 2019 þegar opinberir starfsmenn fengu miklu ríflegri styttingu vinnuviku en starfsfólk á almennum markaði, undir því falska flaggi að verið væri að gera sambærilegar breytingar og í lífskjarasamningunum á almenna markaðnum. Að mati FA er ekki hægt að láta undan kröfum samtaka opinberra starfsmanna um launahækkanir umfram það sem gerist á almenna markaðnum nema um leið séu sérréttindi þeirra leiðrétt. Breytingar á starfsmannalögum FA telur algjört lykilatriði, til þess að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu og sparnað í rekstri ríkisins verði að veruleika, að gerðar verði breytingar á lögunum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Afnema verður þau sérréttindi, sem þar eru lögfest, ekki síst uppsagnarverndina sem felst í því að opinberum starfsmanni verði ekki sagt upp nema að undangenginni áminningu vegna slælegrar frammistöðu í starfi. Ítrekað hefur komið fram í könnunum á meðal forstöðumanna ríkisstofnana að þeir telja starfsmannalögin standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Í ljósi þess að kjör starfsmanna ríkisins eru orðin sambærileg eða betri en á einkamarkaði og lífeyrisréttindi samræmd til framtíðar er fullkomin tímaskekkja að viðhalda tvískiptum vinnumarkaði að þessu leyti. Jafnframt er ástæða til að skoða hvort það fyrirkomulag eigi áfram að gilda að ákvarðanir um ráðningar og starfslok hjá ríkinu séu stjórnvaldsákvarðanir og falli þannig undir stjórnsýslulög, eða hvort almenna vinnumarkaðslöggjöfin skuli gilda. Ef ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að breyta starfsmannalögunum og afnema sérréttindi opinberra starfsmanna verður lítið úr hagræðingaráformum hennar. Sameining og fækkun stofnana FA fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og fækkun stofnana. Félagið leggur til að því vinnulagi verði breytt að stofnanir séu sameinaðar án þess að störfum og stöðugildum sé fækkað, nema þá helst í yfirstjórn. Það á ekki að vera markmið við sameiningu stofnana að vernda störf ríkisstarfsmanna, heldur þvert á móti að með fækkun og sameiningu stofnana verði hægt að vinna verkefnin með minni mannskap. FA varar við flutningi stofnana á milli landshluta án þess að fyrir liggi faglegt og óháð mat á kostnaði og ávinningi. Sporin hræða í því efni, til dæmis hreppaflutningar Fiskistofu. Kostnaðar- og ábatamat ætti jafnframt að framkvæma á því fyrirkomulagi að reka stofnanir á mörgum stöðum í þágu byggðastefnu. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar