Ogiwara er nítján ára gamall og vann sigur í stökki karla af stórum palli, Men’s Big Air.
Hann náði þar ótrúlegu sigurstökki þegar hann náði að snúast í 2340 gráður í loftinu áður en hann lenti.
Það þýðir að hann fór í sex og hálfan hring í loftinu.
Samfélagsmiðlarfólkið á X Games sýndi stökkið og lýsti því yfir að enginn annar hefði lent öðru eins stökki í keppni.
Þetta sögulega stökk má sjá hérna fyrir neðan.