Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2025 08:02 Jón fuglahvíslari segir allt hafa orðið vitlaust á Grund þegar unginn kom í heiminn. Páfagaukapar á dvalarheimilinu Grund eignaðist óvænt unga fyrir áramót, heimilisfólki til ómældrar gleði. Sérstakur fuglahirðir Grundar segir dýr ómetanlegan félagsskap á dvalarheimilum. Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær. Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær.
Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira