Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 26. janúar 2025 13:03 Á markaðnum eru það ekki stjórnmálamenn, auðmenn eða embættismenn sem hafa hið raunverulega vald - það er almenningur. Neytendur eru konungar hagkerfisins, þeir eru þeir sem ráða ferðinni. Hver einasta kaupákvörðun er eins konar atkvæði sem stýrir því hvaða vörur og þjónusta lifa af, og hverjar hverfa af sjónarsviðinu. Þetta er kjarninn í lýðræði frjáls markaðar, þar sem hver einstaklingur getur valið það sem mætir hans þörfum best, án þess að aðrir komi að stjórninni. Lýðræði neytenda Frjáls markaður byggir á einstaklingsfrelsi og valfrelsi. Þegar við eyðum peningum okkar í ákveðnar vörur eða þjónustu, sendum við skýr skilaboð til framleiðenda: "Við metum þetta og viljum meira." Þegar eftirspurn eftir vöru eykst, bregðast aðrir framleiðendur við og keppast um að mæta þörfum okkar. Þessi samkeppni skapar hvata til nýsköpunar, aukinnar framleiðni og lækkandi verðs - allt til hagsbóta fyrir neytendur. Í slíku kerfi eru auðmenn ekkert annað en þeir sem hafa tekist að þjóna okkur best, auður þeirra er umbun fyrir að hafa uppfyllt óskir almennings. En þessi auður getur verið hverfull. Þegar neytendur hætta að kjósa vörur þeirra, tapar framleiðandinn markaðshlutdeild sinni og auð sínum. Markaðurinn tryggir þannig að þeir sem ná að skapa raunverulegt virði fyrir fólk haldi velli, á meðan hinir missa stöðu sína. Tökum Apple sem dæmi. Fyrirtækið spyr ekki neytendur hvernig næsti iPhone eigi að líta út, heldur notar það eigin innsæi og rannsóknir til að þróa vörur sínar. Ef vörurnar mæta ekki væntingum neytenda, leita þeir annað - og Apple tapar bæði hagnaði og markaðshlutdeild. Þetta er einfaldleikinn í frjálsum markaði: þeir sem skapa mest virði fyrir sem lægstan kostnað lifa af. Afleiðingar nútíma peningakerfisins Því miður er þetta náttúrulega ferli frjáls markaðar ekki lengur óskert í núverandi peningakerfi. Í dag stjórna stjórnvöld og seðlabankar peningamagni og vöxtum, sem ruglar þetta sjálfsprottna jafnvægi. Með því að prenta pening og halda vöxtum lágum, blása þeir upp gervieftirspurn sem skapar verðbólgu og efnahagslega óstjórn. Í slíku kerfi tapar neytandinn sínu valdi. Peningarnir renna í eignir sem eru aðeins arðbærar vegna verðbólgu, eins og fasteignir, í stað raunverulegra gæða eða þjónustu sem mæta þörfum fólks. Þetta ruglar verðmerkin sem markaðurinn notar til að stýra fjármagni í átt að því sem raunverulega skiptir máli. Auk þess njóta sum fyrirtæki óeðlilegrar sérstöðu í þessu kerfi, þar sem þau sem hafa aðgang að ódýru lánsfé á lægri vöxtum en almenningur, og hljóta fjármagnið fyrst. Þeir sem fá þetta forréttindaaðgengi hagnast mest, því þeir nýta fjármagn áður en verðbólga hefur áhrif og hækkar verð á vörum og þjónustu. Þetta gerir þeim kleift að blása upp skráð virði sitt og halda áfram að vaxa, jafnvel þótt þau skapi ekki raunverulegt virði fyrir neytendur. Þetta er enn ein birtingarmynd þess hvernig miðstýrt fjármálakerfi bjagar markaðinn, veiklar virkni verðmerkja og hindrar getu hans til að umbuna þeim sem raunverulega þjóna samfélaginu. Afhverju fólk hatar kapítalisma Mörg þessara vandamála eru ranglega skrifuð á reikning kapítalismans. Eins og Ludwig von Mises útskýrir í The Anti-Capitalistic Mentality, ruglar fólk saman frjálsum markaði og skekktum ríkisrekstri. Í raunverulegu kapítalísku kerfi er auður einungis tilkominn vegna þess að neytendur hafa kosið að skipta við þá sem skapa verðmæti. Auðmenn eru þannig aðeins þjónar almennings - ekki kúgarar. En þegar stjórnvöld afskræma þetta kerfi með peningaprentun og miðstýringu, byrjar það að líkjast óheiðarlegum leik þar sem sumir njóta forréttinda á kostnað annarra. Þetta styrkir þá röngu hugmynd að kapítalisminn sé rót vandans, þegar í raun er það afskipti stjórnvalda sem skekkja jafnvægið. Endurreisn valds neytenda Ef við viljum endurheimta raunverulegt frelsi á markaðnum, þurfum við að færa valdið aftur til neytenda. Það gerist aðeins með stöðugum og hörðum peningum sem ekki er hægt að prenta í ótakmörkuðu magni. Bitcoin er ein slík lausn, því það byggir á lögmálum frjáls markaðar og tryggir kaupmátt til lengri tíma litið. Í slíku kerfi væri fjármagni beint í átt að raunverulegum þörfum fólks, ekki gervieftirspurn eða eignabólum. Við skulum ekki gleyma því hverjir eru sönnu konungar hagkerfisins: fólkið sjálft. Frjáls markaður er lýðræðislegasta fyrirkomulagið sem mannkynið hefur fundið upp, þar sem hver króna er atkvæði. Þegar við látum markaðinn starfa án hindrana, blómstrar nýsköpun, verð lækka og lífsgæði aukast. Lausnin liggur í því að verja frelsið - og nýta pening sem þjónar neytendum, ekki valdhöfum eða sérhagsmunum. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á markaðnum eru það ekki stjórnmálamenn, auðmenn eða embættismenn sem hafa hið raunverulega vald - það er almenningur. Neytendur eru konungar hagkerfisins, þeir eru þeir sem ráða ferðinni. Hver einasta kaupákvörðun er eins konar atkvæði sem stýrir því hvaða vörur og þjónusta lifa af, og hverjar hverfa af sjónarsviðinu. Þetta er kjarninn í lýðræði frjáls markaðar, þar sem hver einstaklingur getur valið það sem mætir hans þörfum best, án þess að aðrir komi að stjórninni. Lýðræði neytenda Frjáls markaður byggir á einstaklingsfrelsi og valfrelsi. Þegar við eyðum peningum okkar í ákveðnar vörur eða þjónustu, sendum við skýr skilaboð til framleiðenda: "Við metum þetta og viljum meira." Þegar eftirspurn eftir vöru eykst, bregðast aðrir framleiðendur við og keppast um að mæta þörfum okkar. Þessi samkeppni skapar hvata til nýsköpunar, aukinnar framleiðni og lækkandi verðs - allt til hagsbóta fyrir neytendur. Í slíku kerfi eru auðmenn ekkert annað en þeir sem hafa tekist að þjóna okkur best, auður þeirra er umbun fyrir að hafa uppfyllt óskir almennings. En þessi auður getur verið hverfull. Þegar neytendur hætta að kjósa vörur þeirra, tapar framleiðandinn markaðshlutdeild sinni og auð sínum. Markaðurinn tryggir þannig að þeir sem ná að skapa raunverulegt virði fyrir fólk haldi velli, á meðan hinir missa stöðu sína. Tökum Apple sem dæmi. Fyrirtækið spyr ekki neytendur hvernig næsti iPhone eigi að líta út, heldur notar það eigin innsæi og rannsóknir til að þróa vörur sínar. Ef vörurnar mæta ekki væntingum neytenda, leita þeir annað - og Apple tapar bæði hagnaði og markaðshlutdeild. Þetta er einfaldleikinn í frjálsum markaði: þeir sem skapa mest virði fyrir sem lægstan kostnað lifa af. Afleiðingar nútíma peningakerfisins Því miður er þetta náttúrulega ferli frjáls markaðar ekki lengur óskert í núverandi peningakerfi. Í dag stjórna stjórnvöld og seðlabankar peningamagni og vöxtum, sem ruglar þetta sjálfsprottna jafnvægi. Með því að prenta pening og halda vöxtum lágum, blása þeir upp gervieftirspurn sem skapar verðbólgu og efnahagslega óstjórn. Í slíku kerfi tapar neytandinn sínu valdi. Peningarnir renna í eignir sem eru aðeins arðbærar vegna verðbólgu, eins og fasteignir, í stað raunverulegra gæða eða þjónustu sem mæta þörfum fólks. Þetta ruglar verðmerkin sem markaðurinn notar til að stýra fjármagni í átt að því sem raunverulega skiptir máli. Auk þess njóta sum fyrirtæki óeðlilegrar sérstöðu í þessu kerfi, þar sem þau sem hafa aðgang að ódýru lánsfé á lægri vöxtum en almenningur, og hljóta fjármagnið fyrst. Þeir sem fá þetta forréttindaaðgengi hagnast mest, því þeir nýta fjármagn áður en verðbólga hefur áhrif og hækkar verð á vörum og þjónustu. Þetta gerir þeim kleift að blása upp skráð virði sitt og halda áfram að vaxa, jafnvel þótt þau skapi ekki raunverulegt virði fyrir neytendur. Þetta er enn ein birtingarmynd þess hvernig miðstýrt fjármálakerfi bjagar markaðinn, veiklar virkni verðmerkja og hindrar getu hans til að umbuna þeim sem raunverulega þjóna samfélaginu. Afhverju fólk hatar kapítalisma Mörg þessara vandamála eru ranglega skrifuð á reikning kapítalismans. Eins og Ludwig von Mises útskýrir í The Anti-Capitalistic Mentality, ruglar fólk saman frjálsum markaði og skekktum ríkisrekstri. Í raunverulegu kapítalísku kerfi er auður einungis tilkominn vegna þess að neytendur hafa kosið að skipta við þá sem skapa verðmæti. Auðmenn eru þannig aðeins þjónar almennings - ekki kúgarar. En þegar stjórnvöld afskræma þetta kerfi með peningaprentun og miðstýringu, byrjar það að líkjast óheiðarlegum leik þar sem sumir njóta forréttinda á kostnað annarra. Þetta styrkir þá röngu hugmynd að kapítalisminn sé rót vandans, þegar í raun er það afskipti stjórnvalda sem skekkja jafnvægið. Endurreisn valds neytenda Ef við viljum endurheimta raunverulegt frelsi á markaðnum, þurfum við að færa valdið aftur til neytenda. Það gerist aðeins með stöðugum og hörðum peningum sem ekki er hægt að prenta í ótakmörkuðu magni. Bitcoin er ein slík lausn, því það byggir á lögmálum frjáls markaðar og tryggir kaupmátt til lengri tíma litið. Í slíku kerfi væri fjármagni beint í átt að raunverulegum þörfum fólks, ekki gervieftirspurn eða eignabólum. Við skulum ekki gleyma því hverjir eru sönnu konungar hagkerfisins: fólkið sjálft. Frjáls markaður er lýðræðislegasta fyrirkomulagið sem mannkynið hefur fundið upp, þar sem hver króna er atkvæði. Þegar við látum markaðinn starfa án hindrana, blómstrar nýsköpun, verð lækka og lífsgæði aukast. Lausnin liggur í því að verja frelsið - og nýta pening sem þjónar neytendum, ekki valdhöfum eða sérhagsmunum. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar