Handbolti

HM í dag: Frétta­maður í lífs­hættu og kvöldið ó­nýtt

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gleðin við völd þrátt fyrir leiðinda tap í síðasta leik.
Gleðin við völd þrátt fyrir leiðinda tap í síðasta leik. Vísir/Sigurður

Mikil svaðilför á steikhús í Zagreb er rakin í HM í dag. Einn kafnaði næstum því á matnum, aðrir köfnuðu næstum úr skítafýlu og annar sturtaði sér yfir þjóninn vegna afgreiðslunnar.

Komið er að leikdegi á HM og mæta strákarnir okkar liði Argentínu í fyrsta leik dagsins í þeirra milliriðli klukkan 14:30. Slæmt tap fyrir Króatíu situr enn í mönnum en auðmýkt landsliðsþjálfarans eftir það tap þótti hróss verð.

Skrautleg ferð fjölmiðlahópsins í Zagreb á steikhús, sem telur um ellefu manns frá RÚV, Mbl, Vísi og Handbolta.is, er þá sannarlega saga til næsta bæjar.

Einn þáttastjórnanda fékk svo slaka þjónustu að annað eins hefur ekki sést og hinn var nálægt því að kafna.

Þátt dagsins af HM í dag með Henry Birgi og Val Páli má sjá í spilaranum.

Klippa: HM í dag #11 - Fréttamaður í lífshættu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×