Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2025 10:17 Fréttmaaður gerir atlögu að því að „splitta G-inu“ í fyrsta sinn undir leiðsögn Rúnars, eiganda Irishman. Vísir/Rúnar Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar. Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan. Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan.
Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira