„Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2025 21:24 Snorri var svekktur á svip á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir vilhelm „Erfiður dagur. Við vorum bara ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir sex marka tap gegn Króatíu. Hann segir liðið ekki hafa náð sama takti varnarlega og í síðustu tveimur leikjum, tapið muni síðan líklega kosta sæti í átta liða úrslitum. „Nei, við náðum allavega ekki sama takti [varnarlega] og síðast. Við vorum alveg að fá einhver skot sem við vildum fá en vorum bara ekki að gera þetta eins vel og í síðustu tveimur leikjum,“ viðurkenndi Snorri og sagði Króatana ekki hafa gert neitt sem kom þeim á óvart. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Íslenska liðið reyndi að rétta úr kútnum og gerði ýmsar tilraunir til þess en ekkert virtist ganga upp í kvöld. „Ég er kannski ekki alveg sammála því að það hafi ekkert gengið upp. Við vorum að fá ágætis stöður og fengum einhver dauðafæri. En við vorum með of mikið af töpuðum boltum og of mörg færi sem fara í súginn til að þetta verði að einhverjum leik. Við vissum það alveg, að það yrði stemning og pressa frá áhorfendum en við náðum aldrei að taka frumkvæði og setja þá undir pressu. Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann og okkur ekki.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Þetta er fyrsta tap Íslands á mótinu og verður líklega það eina, en mun samt að öllum líkindum kosta liðið sæti í átta liða úrslitum. „Það á eftir að svíða ansi mikið enda mjög líklegt að það verði staðan. Svona er þessi bransi, hann getur verið erfiður,“ sagði Snorri um það og gat lítið útskýrt af hverju gekk svo illa hjá Íslandi í kvöld. „Ég á kannski engar skýringar á því, við finnum ekki alveg fjölina, náum ekki varnarleiknum. Það var ekki planið að gera svona mörg tæknileg mistök og klúðra dauðafærum, bara alls ekki.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
„Nei, við náðum allavega ekki sama takti [varnarlega] og síðast. Við vorum alveg að fá einhver skot sem við vildum fá en vorum bara ekki að gera þetta eins vel og í síðustu tveimur leikjum,“ viðurkenndi Snorri og sagði Króatana ekki hafa gert neitt sem kom þeim á óvart. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Íslenska liðið reyndi að rétta úr kútnum og gerði ýmsar tilraunir til þess en ekkert virtist ganga upp í kvöld. „Ég er kannski ekki alveg sammála því að það hafi ekkert gengið upp. Við vorum að fá ágætis stöður og fengum einhver dauðafæri. En við vorum með of mikið af töpuðum boltum og of mörg færi sem fara í súginn til að þetta verði að einhverjum leik. Við vissum það alveg, að það yrði stemning og pressa frá áhorfendum en við náðum aldrei að taka frumkvæði og setja þá undir pressu. Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann og okkur ekki.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Þetta er fyrsta tap Íslands á mótinu og verður líklega það eina, en mun samt að öllum líkindum kosta liðið sæti í átta liða úrslitum. „Það á eftir að svíða ansi mikið enda mjög líklegt að það verði staðan. Svona er þessi bransi, hann getur verið erfiður,“ sagði Snorri um það og gat lítið útskýrt af hverju gekk svo illa hjá Íslandi í kvöld. „Ég á kannski engar skýringar á því, við finnum ekki alveg fjölina, náum ekki varnarleiknum. Það var ekki planið að gera svona mörg tæknileg mistök og klúðra dauðafærum, bara alls ekki.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13
Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49