Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 15:34 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum og lögmanni í Flórens í fyrra. AP/Antonio Calanni Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007. Knox sjálf tilkynnti að Kercher var látin í íbúð þeirra í miðbæ Perugia en hún hafði verið skorin á háls. Málið hefur í gegnum árin notið mikillar athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í heimildarmynd á Netflix. Knox og Raffaele Sollecito, þáverandi kærasti hennar, voru árið 2008 sakfelld fyrir að myrða Kercher og voru dæmd í 25 og 25 ára fangelsi. Hún var einnig sakfelld fyrir að saka Patrick Lumumba, bareiganda, um að hafa framið morðið. Eftir að hafa setið inni í á fjórða ár voru Knox og kærastinn sýknuð um morðið af Hæstarétti Ítalíu árið 2015 og var þjófurinn Rudy Guede síðar meir sakfelldur fyrir morðið. Blóðug fingraför hans fundust á munum í herbergi Kercher. Guede var dæmdur í sextán ára fangelsi en árið 2019 var honum sleppt á reynslulausn og er nú laus allra mála. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði ítalska ríkinu árið 2019 að greiða Knox skaðabætur. Var það vegna þess að henni hafði ekki verið útvegaður lögmaður né túlkur við yfirheyrslur. Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Knox var einnig sýknuð af sakfellingunni fyrir meiðyrði í garð Lumumba á sínum tíma en sakfelld aftur, þegar ný réttarhöld fóru fram. Hún hefur reynt að áfrýja þeim úrskurði. Sjá einnig: Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Washington Post hefur eftir Lumumba frá því í gær að Knox, sem hann hafði ráðið til vinnu á bar sínum í Perugia, hafi aldrei beðið hann afsökunar. Sagðist hann vona að gjörðir hennar myndu fylgja henni til æviloka. Knox, sem var tvítug þegar hún benti á Lumumba, heldur því fram að hún hafi gert það vegna þrýstings frá lögreglumönnum sem yfirheyrðu hana. Hún hefur ekki staðið frammi fyrir frekari fangelsisvist vegna málsins en hefur sagt að þeta sé tilraun til að hreinsa nafn hennar fyrir fullt og allt. Ítalía Amanda Knox Erlend sakamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Knox sjálf tilkynnti að Kercher var látin í íbúð þeirra í miðbæ Perugia en hún hafði verið skorin á háls. Málið hefur í gegnum árin notið mikillar athygli og hefur meðal annars verið fjallað um það í heimildarmynd á Netflix. Knox og Raffaele Sollecito, þáverandi kærasti hennar, voru árið 2008 sakfelld fyrir að myrða Kercher og voru dæmd í 25 og 25 ára fangelsi. Hún var einnig sakfelld fyrir að saka Patrick Lumumba, bareiganda, um að hafa framið morðið. Eftir að hafa setið inni í á fjórða ár voru Knox og kærastinn sýknuð um morðið af Hæstarétti Ítalíu árið 2015 og var þjófurinn Rudy Guede síðar meir sakfelldur fyrir morðið. Blóðug fingraför hans fundust á munum í herbergi Kercher. Guede var dæmdur í sextán ára fangelsi en árið 2019 var honum sleppt á reynslulausn og er nú laus allra mála. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Mannréttindadómstóll Evrópu skipaði ítalska ríkinu árið 2019 að greiða Knox skaðabætur. Var það vegna þess að henni hafði ekki verið útvegaður lögmaður né túlkur við yfirheyrslur. Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Knox var einnig sýknuð af sakfellingunni fyrir meiðyrði í garð Lumumba á sínum tíma en sakfelld aftur, þegar ný réttarhöld fóru fram. Hún hefur reynt að áfrýja þeim úrskurði. Sjá einnig: Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Washington Post hefur eftir Lumumba frá því í gær að Knox, sem hann hafði ráðið til vinnu á bar sínum í Perugia, hafi aldrei beðið hann afsökunar. Sagðist hann vona að gjörðir hennar myndu fylgja henni til æviloka. Knox, sem var tvítug þegar hún benti á Lumumba, heldur því fram að hún hafi gert það vegna þrýstings frá lögreglumönnum sem yfirheyrðu hana. Hún hefur ekki staðið frammi fyrir frekari fangelsisvist vegna málsins en hefur sagt að þeta sé tilraun til að hreinsa nafn hennar fyrir fullt og allt.
Ítalía Amanda Knox Erlend sakamál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira