Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 12:19 Frá vinstri: Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson, Eva M. Kristjánsdóttir og Kristinn Jónasson. KPMG Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Eva M. Kristjánsdóttir sé ný í eigendahóp KPMG. Hún leiði þjónustu félagsins á sviði innri endurskoðunar og hlítingarráðgjöf ásamt því að koma að áhætturáðgjöf. Eva sé með meistarapróf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi sérhæft sig í upplýsingaöryggi, innra eftirliti og staðfestingavinnu. Hún hafi starfað á ráðgjafarsviði KPMG síðan 2015 og unnið að margvíslegum verkefnum tengdum innri- og ytri endurskoðun, úttektum á hlítingu við lög og reglur ásamt ráðgjöf fyrir félög í flestum atvinnugreinum, en leggi sérstaka áherslu á fjármálafyrirtæki, skráð félög og opinbera aðila. Vinnur náið með viðskiptavinum Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson hafi nýlega bæst við eigendahóp KPMG og starfi á endurskoðunarsviði fyrirtækisins. Hann hafi lokið meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands og öðlaðist löggildingu til að stunda endurskoðun árið 2019. Kristbjörn búi yfir víðtækri reynslu í þjónustu við fjölbreytt fyrirtæki og hafi síðustu ár sinnt hlutverki verkefnastjóra við endurskoðun félaga af mismunandi stærðargráðum og í fjölþættum atvinnugreinum. Þar að auki hafi hann tekið þátt í fjölmörgum verkefnum sem snerta reikningshald, skattamál, rekstur félaga, kaup og sölu fyrirtækja, auk þess sem hann hafi verið þátttakandi í samnorrænum hópi sérfræðinga á sviði endurskoðunar. Kristbjörn leggi sérstaka áherslu á að vinna náið með viðskiptavinum sínum, með það að markmiði að öðlast innsýn í þarfir þeirra og bjóða lausnir sem nýtast þeim í daglegum rekstri. Sérfræðingur í skattarétti Kristinn Jónasson sé nýr í eigendahóp hjá KPMG Law. Hann sé lögmaður og hafi starfað hjá KPMG Law og áður KPMG frá árinu 2013 og hafi á þeim tíma byggt upp yfirgripsmikla reynslu á sviði skattaréttar. Sérhæfing hans felist í virðisaukaskatti en í störfum sínum hafi hann ásamt fleirum farið fyrir alhliða þjónustu til innlendra- sem erlenda fyrirtækja sem stunda eða hyggjast stunda atvinnustarfsemi á Íslandi. Kristinn hafi á þessum tíma unnið að margvíslegum verkefnum en stór hluti þeirra verkefna sem hann leiðir séu á sviði upplýsingatækni, ferðaþjónustu og rekstri fasteignafélaga. Góð viðbót „Þau Eva, Kristbjörn og Kristinn eru frábær viðbót við eigendahóp KPMG og við erum virkilega ánægð að fá þau í hópinn. Þau eru öll reynslumiklir sérfræðingar á sínum sviðum og njóta virðingar og trausts meðal viðskiptavina okkar sem og starfsfólks hjá KPMG og KPMG Law. Eigendahópur KPMG er sterkari bæði útávið og innávið með þau innanborðs og ég óska þeim til hamingju með áfangann og hlakka til áframhaldandi samstarfs,“ er haft eftir Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KPMG.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent