„Erum í þessu til þess að vinna“ Stefán Marteinn skrifar 23. janúar 2025 22:11 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101. „Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
„Þetta var orðin einhver rosa harka hérna og ég veit ekki hvað voru margar villur. Það er svo sem eitthvað eitthvað sem við bjuggumst við að spila á móti „physical“ liði Hattar sem eru að berjast fyrir lífi sínu og eru að leggja allt í sölurnar,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við þurftum að „match-a“ þá og ég var mjög óánægður í hálfleik þó að við værum fjórum stigum upp. Mér fannst við mjög fljótt detta einhvernveginn í að þetta væri eitthvað fimmtudagskvöld í janúar og það er alls ekki sama stemning í húsinu eins og í síðustu viku [þegar Njarðvík tók á móti Keflavík]. Mér fannst við ekki ná að kveikja í gleðinni okkar nægilega vel og svo fáum við á okkur högg í þriðja leikhluta en Khalil Shabazz hann kemur okkur inn í þetta með körfum sem ég veit ekki hvernig fóru ofan í. Það var svo alvöru liðs frammistaða í fjórða leikhluta, Veigar Páll virkilega flottur og við gerðum nóg til þess að sækja sigur í ljótum leik,“ sagði Rúnar Ingi. Sérfræðingar í kringum deildina hafa verið að ausa lofi yfir Njarðvíkinga síðustu vikur og jafnvel gengið það langt og sagt þá eiga eiga fullt erindi í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég einbeiti mér bara að því sem að við erum búnir að vera að tala um allt tímabilið. Ég er ekkert að breyta því sem ég er að predika fyrir drengjunum. Við erum í þessu til að vinna, hvort sem að sérfræðingar séu í því að tala okkur upp að þá erum við í þessu til að vinna. Við vitum að við eigum eitthvað í land til þess að vinna bestu liðin. Við erum ekki ennþá búnir að vinna og áttum ekki séns í Tindastól fyrir norðan og áttum fínan leik en töpuðum samt með tíu fyrir Stjörnunni á heimavelli. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga til en það er líka einn góður leikmaður sem heitir Dwayne Lautier-Ogunleye sem verður á parketinu einhvertíman í næstu leikjum þannig þá getum við farið að púsla þessu saman og lagað það sem þarf að laga áður en þetta byrjar allt saman í apríl,“ Sagði Rúnar Ingi. Það er því yfir mörgu að hlakka til hjá Njarðvíkingum á næstunni. „Maður heyrir alveg að eitthvað vesen og eitthvað svoleiðis en þá lendir það á mér. Ég tek þá ábyrgðina á mig ef að menn eru ekki að fara eftir því sem að við erum að gera og spila fyrir liðið. Þá þarf ég að taka þá útaf og ég veit að menn vilja vera inná, sérstaklega þegar allt verður stapp fullt eins og það var hérna í síðustu viku þá vilja menn vera inná og til þess að vera inná þurfa menn að taka góðar ákvarðanir. Mér er alveg sama hverjir eru að skora en við séum að gera það með því að taka góðar körfubolta ákvarðanir, það er lykilatriðið og ég er handviss um að ég verði með alla í hvítum og grænum búning alltaf tilbúna til að gera það,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira