52 ár fyrir Southport-morðin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 18:50 Teiknuð mynd af Axel Rudakubana þar sem hann öskrar yfir dómsalinn. AP/Elizabeth Cook Átján ára karlmaður sem játaði að hafa stungið þrjár ungar stelpur til bana í Southport á Englandi var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Morðin ollu miklum óeirðum í Bretlandi. Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin. Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Axel Rudakubana, þá sautján ára, réðist inn á Taylor Swift sumarnámskeið þann 29. júlí 2024. Þar stakk hann þrjár ungar stúlkur til bana ásamt því að slasa tíu aðra, bæði börn og fullorðna. Stúlkurnar þrjár hétu Elsie Dot Stancombe, 7 ára, Alice da Silva Aguiar, 9 ára og Bebe King, 6 ára. „Það er góður hlutur að þessi börn eru látin, ég er svo glaður,“ sagði Rudakubana við lögreglu þegar hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar. Rudakubana játaði að hafa stungið stúlkurnar til bana þegar hann kom fyrir dóm í Liverpool á mánudag. Hann var dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi í dag. Hann var einnig ákærður fyrir tíu morðtilraunir, vörslu eggvopns og tvö hryðjuverkatengd brot. Rudakubana hafði búið til eitrið rísín og átti handbók frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Fyrir morðin var hann dæmdur í að minnsta kosti 52 ár í fangelsi. Þá var hann dæmdur í að minnsta kosti átján ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps á átta börnum og að minnsta kosti sextán ár fyrir tilraun til manndráps á tveimur fullorðnum einstaklingum. Vegna vörslu á eggvopni var Rudakubana dæmdur í átján mánaða gæsluvarðhald. Fyrir að búa til rísín eitrið var hann dæmdur í tólf ára gæsluvarðhald og vegna vörslu á al-Qaeda handbók var hann dæmdur átján mánaða gæsluvarðhald. Rudakubana afplánar alla dómana á sama tíma og situr því inni í að minnsta kosti 52 ár. Miklar óeirðir í Englandi og á Norður-Írlandi Rudakubana var lengi vel ekki nafngreindur þar sem hann var undir lögaldri. Það olli mikilli upplýsingaóreiðu og voru tveir handteknir fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um árásarmanninn. Miklar óeirðir brutust út í víðs vegar um England eftir árásina, sérstaklega meðal hópa hægriöfgamanna og útlendingahatara. Rudakubana fæddist í Wales en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Rúmlega fjögur hundruð manns voru handteknir og um hundrað kærðir í tengslum við uppþotin.
Hnífaárás í Southport England Bretland Erlend sakamál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira