Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar 23. janúar 2025 13:02 „Þetta [var] leiðinleg messa og veitti manni ekki innblástur. Hún og kirkjan hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni.” Leiðindi og skemmtun Leiðindi þykja sjaldnast af hinu góða. Nútíminn þekkir fátt verra en einmitt það þegar við finnum hvernig andartökin líða, sekúndur verða eins og mínútur. Svo við gröfum aðeins niður í orðin þá er skyldleiki á milli nafnorðsins „leiðindi“ og sagnarinnar „að líða”. Andstæðan er skemmtunin, þá er eins og allt taki skemmri tíma. Sennilega hefur krafan aldrei verið sterkari en nú að stytta okkur stundirnar með þessu hætti. Upp úr þeim jarðvegi kemur yfirlýsingin um messuna leiðinlegu sem sótt er í örskilaboð nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Sumir fréttaskýrendur tengja kjör hans við það einkenni á samtíma okkar, að við erum hætt að gefa okkur tíma til að skoða, meta og skilja. Nei, skilningarvitin svo kölluðu, eru útsett fyrir áreiti svo raunveruleg ígrundun mætir afgangi. Þar kemur einmitt tíminn við sögu. Andartökin sem við gefum okkur til að rýna og greina verða alltaf færri og færri, sekúndurnar sem við festum athygli á hlutunum. Allt þarf að vera skemmtilegt. Tímar sleggjudóma Þetta kann að vera ein ástæða þess að nú virðist skrumið tröllríða allri umræðu. Heimsmyndin verður svört, hvít. Dregnar eru upp línur sem eru svo einfaldar að veruleikinn í öllum sínum blæbrigðum fangar hana ekki. Okkur hefur verið gefin næm skynjun, við eigum að geta greint litbrigði og skuggaskil. En á þessum „skemmtilegu“ tímum okkar er næðið naumt skammtað og þá vaða uppi hleypidómar og sleggjudómar og kaffæra allri vitræna umræðu. Skólastjórinn Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir finnst mér tala á sömu nótum í pistli sem hún sendi frá sér í liðinni viku. Hún talar um að erfitt sé að halda uppi aga í grunnskólum landsins. „Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun?“ spyr hún. Hún heldur því fram að vandinn sé dýpri en svo að skólarnir einir geti leyst hann. Þetta sé nokkuð sem við þurfum öll að skoða. Meinið snúi að menningunni og lausnin felist ekki í fleiri stöðugildum, við þurfum öll að líta í eigin barm. Og þá kemur aftur upp í hugann setninginn sem nýkjörinn forsetinn hafði uppi um þessa leiðinlegu messu sem hefur verið mörgum hugleikin undanfarna daga. Tilefnið var jú að biskupinn í Washington, Mariann Edgar Budde, bar upp þá einlægu ósk í predikun við Donald Trump, að hann virti réttindi allra borgara þessa stóra og fjölbreytilega lands. Hún lýsti því hversu óttaslegið fólk væri, einkum þeir sem tilheyrðu minnihlutahópum við hótanir hans um að takmarka réttindi þeirra. Innflytjendur og hinsegin fólk væru upp til hópa löghlýðnir borgarar og nú væri fólk uggandi um hag sinn og framtíð. Þetta voru nú leiðindin sem forsetinn kvartaði undan. „Þið voruð sjálfir aðkomumenn“ Þráin eftir því að tilheyra, vera samþykkt er sammannleg og skiptir þá engu hvar við erum stödd í heiminum. Læknavísindin flytja okkur þær fregnir að einsemdin sé álíka skaðleg og reykingar. Bretar hafa meira að segja sérstakt ráðuneyti helgað því að vinna gegn einmanaleika. Þetta er líka eitt einkenni frásagnanna af Jesú þar sem sjónarhornið er jafnan á þeim sömu og biskupinn í Washington talaði um. Það eru þau sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum. Sá boðskapur birtist okkur reyndar víða í Biblíunni: „Hann rekur réttar munaðarleysingjast og ekkjunnar og sýnir aðkomumaninum kærleika og gefur honum fæði og klæði. Þið skulið því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ (5Mós. 10.18) Takið eftir orðalagi hins ævaforna texta. Hlutskipti aðkomufólks er ekki öfundsvert en það er eitt að reyna að skilja hvernig öðrum kann að líða, hitt er annað að greina hvernig okkur sjálfum hugnast það að vera sett til hliðar. Með þeim hætti má skilja niðurlag þessara orða. Sjálfur gaf Jesús ekki aðeins hinum fátæku og veiku athygli sína og gaum. Hann fann líka til með herforingjanum sem gat með bendingu sent undirsáta sína á milli staða. (Matt. 8.3–13) Hér vakna hugrenningartengsl við messuna leiðinlegu í höfuðborginni Vestanhafs. Hvað vildi biskupinn segja? Jú, hún flutti engan reiðilestur yfir valdhafanum, nei hún bað þeim griða sem eru nú þjökuð af áhyggjum yfir óvissri framtíð. Hún rétti út sáttarhönd í auðmýkt og hvatti forsetann til að hugsa málin betur, já íhuga hvernig öðrum kann að líða. Til varnar leiðindum Til þess þurfum við íhugun. Við þurfum að gefa okkur tóm, andrúm til að skynja, hugsa, já lifa í hverju andartak. Þetta er erindi trúarinnar til mennskunnar, að fá okkur til að horfa á heiminn með öðrum hætti en tíðkast í asa hversdagsins. Í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar. Fram að því á birtan að skína í lífi okkar. Hún á að minna okkur á skyldur okkar hvert gagnvart öðru, í heimi sem þarf svo mjög á hugsjónum okkar og kröftum að halda. Þetta ljós er umhyggjan fyrir náunganum einkum þeim sem þarf að þola órétt og ranglæti af hálfu þeirra sem með völdin fara. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta [var] leiðinleg messa og veitti manni ekki innblástur. Hún og kirkjan hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni.” Leiðindi og skemmtun Leiðindi þykja sjaldnast af hinu góða. Nútíminn þekkir fátt verra en einmitt það þegar við finnum hvernig andartökin líða, sekúndur verða eins og mínútur. Svo við gröfum aðeins niður í orðin þá er skyldleiki á milli nafnorðsins „leiðindi“ og sagnarinnar „að líða”. Andstæðan er skemmtunin, þá er eins og allt taki skemmri tíma. Sennilega hefur krafan aldrei verið sterkari en nú að stytta okkur stundirnar með þessu hætti. Upp úr þeim jarðvegi kemur yfirlýsingin um messuna leiðinlegu sem sótt er í örskilaboð nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Sumir fréttaskýrendur tengja kjör hans við það einkenni á samtíma okkar, að við erum hætt að gefa okkur tíma til að skoða, meta og skilja. Nei, skilningarvitin svo kölluðu, eru útsett fyrir áreiti svo raunveruleg ígrundun mætir afgangi. Þar kemur einmitt tíminn við sögu. Andartökin sem við gefum okkur til að rýna og greina verða alltaf færri og færri, sekúndurnar sem við festum athygli á hlutunum. Allt þarf að vera skemmtilegt. Tímar sleggjudóma Þetta kann að vera ein ástæða þess að nú virðist skrumið tröllríða allri umræðu. Heimsmyndin verður svört, hvít. Dregnar eru upp línur sem eru svo einfaldar að veruleikinn í öllum sínum blæbrigðum fangar hana ekki. Okkur hefur verið gefin næm skynjun, við eigum að geta greint litbrigði og skuggaskil. En á þessum „skemmtilegu“ tímum okkar er næðið naumt skammtað og þá vaða uppi hleypidómar og sleggjudómar og kaffæra allri vitræna umræðu. Skólastjórinn Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir finnst mér tala á sömu nótum í pistli sem hún sendi frá sér í liðinni viku. Hún talar um að erfitt sé að halda uppi aga í grunnskólum landsins. „Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun?“ spyr hún. Hún heldur því fram að vandinn sé dýpri en svo að skólarnir einir geti leyst hann. Þetta sé nokkuð sem við þurfum öll að skoða. Meinið snúi að menningunni og lausnin felist ekki í fleiri stöðugildum, við þurfum öll að líta í eigin barm. Og þá kemur aftur upp í hugann setninginn sem nýkjörinn forsetinn hafði uppi um þessa leiðinlegu messu sem hefur verið mörgum hugleikin undanfarna daga. Tilefnið var jú að biskupinn í Washington, Mariann Edgar Budde, bar upp þá einlægu ósk í predikun við Donald Trump, að hann virti réttindi allra borgara þessa stóra og fjölbreytilega lands. Hún lýsti því hversu óttaslegið fólk væri, einkum þeir sem tilheyrðu minnihlutahópum við hótanir hans um að takmarka réttindi þeirra. Innflytjendur og hinsegin fólk væru upp til hópa löghlýðnir borgarar og nú væri fólk uggandi um hag sinn og framtíð. Þetta voru nú leiðindin sem forsetinn kvartaði undan. „Þið voruð sjálfir aðkomumenn“ Þráin eftir því að tilheyra, vera samþykkt er sammannleg og skiptir þá engu hvar við erum stödd í heiminum. Læknavísindin flytja okkur þær fregnir að einsemdin sé álíka skaðleg og reykingar. Bretar hafa meira að segja sérstakt ráðuneyti helgað því að vinna gegn einmanaleika. Þetta er líka eitt einkenni frásagnanna af Jesú þar sem sjónarhornið er jafnan á þeim sömu og biskupinn í Washington talaði um. Það eru þau sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum. Sá boðskapur birtist okkur reyndar víða í Biblíunni: „Hann rekur réttar munaðarleysingjast og ekkjunnar og sýnir aðkomumaninum kærleika og gefur honum fæði og klæði. Þið skulið því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ (5Mós. 10.18) Takið eftir orðalagi hins ævaforna texta. Hlutskipti aðkomufólks er ekki öfundsvert en það er eitt að reyna að skilja hvernig öðrum kann að líða, hitt er annað að greina hvernig okkur sjálfum hugnast það að vera sett til hliðar. Með þeim hætti má skilja niðurlag þessara orða. Sjálfur gaf Jesús ekki aðeins hinum fátæku og veiku athygli sína og gaum. Hann fann líka til með herforingjanum sem gat með bendingu sent undirsáta sína á milli staða. (Matt. 8.3–13) Hér vakna hugrenningartengsl við messuna leiðinlegu í höfuðborginni Vestanhafs. Hvað vildi biskupinn segja? Jú, hún flutti engan reiðilestur yfir valdhafanum, nei hún bað þeim griða sem eru nú þjökuð af áhyggjum yfir óvissri framtíð. Hún rétti út sáttarhönd í auðmýkt og hvatti forsetann til að hugsa málin betur, já íhuga hvernig öðrum kann að líða. Til varnar leiðindum Til þess þurfum við íhugun. Við þurfum að gefa okkur tóm, andrúm til að skynja, hugsa, já lifa í hverju andartak. Þetta er erindi trúarinnar til mennskunnar, að fá okkur til að horfa á heiminn með öðrum hætti en tíðkast í asa hversdagsins. Í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar. Fram að því á birtan að skína í lífi okkar. Hún á að minna okkur á skyldur okkar hvert gagnvart öðru, í heimi sem þarf svo mjög á hugsjónum okkar og kröftum að halda. Þetta ljós er umhyggjan fyrir náunganum einkum þeim sem þarf að þola órétt og ranglæti af hálfu þeirra sem með völdin fara. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun