Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar 23. janúar 2025 11:29 Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvammsvirkjun hefur löngum verið umdeild, ekki síst vegna þess að þar er stærsta laxastofn landsins að finna sem og Viðey við Þjórsá sem er friðuð. Það sem er hvað merkilegast við þetta mál er fórnarlambsleikur Landsvirkjunar, en það er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar, svo orðalag þeirra sé notað, allavega að svo stöddu. Það eru margir virkjanakostir á Íslandi og það er ekkert að því að virkja, sé skynsamlega að því staðið og á staðsetningu sem á við. Það er líka frábært að fá tekjur í ríkissjóð, það eru flestir sammála um. Það vekur hins vegar furðu að Landsvirkjun velur stað þar sem stærsti laxastofn landsins á sér heimkynni, en sú dýrategund fór á válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN fyrir tegundir í útrýmingarhættu. Landsvirkjun hefur frá upphafi haft vitneskju um þessa annmarka staðsetningar Hvammsvirkjunar. Það er á ábyrgð Landsvirkjunar að staðsetja virkjun á þessum viðkvæma stað og hefði Landsvirkjun verið í lófa lagið að virkja annars staðar eða jafnvel sækja um fleiri virkjunarkosti frekar en að stóla á einn reiðhest og láta svo öllum illum látum þegar áformin ganga ekki eftir af fullkomlega eðlilegum ástæðum. Forstjóri ber ábyrgð á tjóni af völdum eigin ákvarðana Þá er það á ábyrgð forstjóra Landsvirkjunar, að axla ábyrgð af ákvörðun sem veldur fyrirtækinu fjártjóni vegna þess að hún er ekki í samræmi við lög. Þegar virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi á dögunum af Héraðsdómi, heyrðust slík harmakvein frá Landsvirkjun, eins og úr stungnum grís, að stjórnvöld þurftu að grípa í taumana svo Hvammsvirkjun gæti fengið leyfi til að fara framhjá núgildandi lögum. Til hvers eru lög í landinu nýt ef það verður handhægt fyrirtækjum eins og Landsvirkjun að setja neyðarlög fyrir einn og annan eftir hentisemi. Og fyrirtæki, sem er í eigu þjóðarinnar eins og þau orða það, væri nær að virða lagalegan rétt t.a.m. bænda og annarra er stóðu að málaferlum til að verja stjórnarskrárvarðar eignir sínar og náttúruna. Til hvers eru annars dómsmál ef það á bara að setja neyðarlög og „redda“ illa aðstöðnum málum? Það er einungis til þess fallið að grafa undan lögum, stjórnsýslunni og dómskerfinu. Heimsendir stofnsins í Þjórsá Viðbrögð Landsvirkjunar markast af skammtímahugsun og eru illa ígrunduð. Heimili í landinu eru ekki að verða fyrir orkuskorti vegna þess að farið sé að lögum. Það er frábært að fá aukna orku og tekjur, en þá þarf að gera það rétt til framtíðar. Forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki talað um að virkja Gullfoss, enda dytti engum það í hug lengur, þótt þær hugmyndir hafi einu sinni verið í umræðunni. En hið sama á við um Þjórsá vegna villts íslensks laxastofns í útrýmingarhættu. Forstjórinn virðist bara ekki vera búinn að ná því ennþá, þó eftir allmörg málaferli. Það er ódýr redding og til marks um skammtímahugsunina að ætlast til þess að hent sé í neyðarlög handa þeim sem máttu vita út í hvað stefndi frá upphafi. Viðkomandi fyrirtæki hefði átt að setja eggin í fleiri körfur en eina. Stjórnendur Landsvirkjunar geta sjálfum sér um kennt hvernig í pottinn er búið og ef um tjón er að ræða þá bera þeir ábyrgðina á því. Ekki íslenska þjóðin, bændur og landeigendur, sem verja sinn rétt í krafti laganna. Ef þjóðinni er orðið jafn lítið gefið um náttúruna okkar og dýrastofna og Landsvirkjun þá er illa komið fyrir okkur. Við erum ekki á vonarvöl þó virkjað sé á öðrum stað, við þurfum ekki að láta sem svo sé. Þetta er engin heimsendir fyrir okkur. Hvammsvirkjun væri hins vegar heimsendir fyrir villta laxastofninn í Þjórsá. Heimi villta laxins yrði umturnað með fyrirsjáanlegum afleiðingum, eins og fjölmörg dæmi eru um þegar heimkynni villtra dýrastofna eru virkjuð. Er það siðmenntað samfélag sem setur á neyðarlög eftir að dómstólar hafa fellt leyfi úr gildi, bara vegna þess að Landsvirkjun setti öll eggin í sömu körfuna? Er það vegferð sem við viljum vera á, að það sé hægt að græja málin með neyðarlögum eftirá með því að væla nógu mikið? Eða er kannski betra að staldra við og hugsa að oft þegar hlutir ganga svona svakalega ósmurt, þá erum við einfaldlega að gelta upp í vitlaust tré og þeim er ekki ætlað að ganga eftir. Við erum ótrúleg þjóð og með mikið að kláru og efnilegu fólki, við eigum óaðfinnanlega og fallega náttúru. Við höfum allt til brunns að bera að vera fyrirmynd í nýtingu auðlinda samhliða náttúrunni en ekki á kostnað hennar. Á þjóðin ekki þá sjálfsögðu kröfu á Landsvirkjun að auðlindir séu nýttar án óþarfa kostnaðar fyrir náttúruna? Höfundur er lögfræðingur.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun