Lífið

Ást­fangin í eitt ár og flutt inn saman

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Freyja og David opinberuðu samband sitt á bóndadaginn í fyrra.
Freyja og David opinberuðu samband sitt á bóndadaginn í fyrra.

Lífið virðist leika við kærustuparið, Freyju Har­alds­dótt­uir, baráttukonu og doktorsnema við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands og Dav­id Agyenim Boa­teng, nem­anda við Há­skóla Íslands. Parið fagnaði árs sambandsafmæli sínu í byrjun október og er nú flutt inn saman

Freyja skrifaði einlæga færslu á Instagram í tilefni tímamótanna og deildi fallegri mynd af sér og David saman.

Þar segir hún meðal annars frá því hvernig þau hafi kynnst eftir örlagaríkt „swipe til hægri“ á stefnumótaforriti. Í kjölfarið hafi þau farið að skrifast og ákveðið að fara á sitt fyrsta stefnumót. Nú eru þau flutt inn saman og er óhætt að segja að ástin blómstri á milli þeirra.

Freyja upplýsti í færslu á Instagram í ársbyrjun 2024 að hún hefði á haustmánuðum blásið í sig kjark og farið á Tinder stefnumót. Það hefði reynst afdrifaríkt. Mánuði eftir þá færslu, á sjálfan bóndadaginn, er Freyja skráð í samband.

Freyja hefur unnið marga sigra í baráttu sinni við kerfið undanfarin ár. Þar á meðal að verða fósturforeldri.

Árið 2014 sótti Freyja fyrst um að verða fósturforeldri. Hún var samþykkt af heimilisumdæmi 2015 en var hafnað af Barnaverndarstofu sama ár og fékk ekki að ljúka við hefðbundið matsferli. Freyja áfrýjaði til úrskurðarnefndar velferðarmála 2016 sem staðfesti niðurstöðu Barnaverndarstofu árið 2017.

Þá ákvað Freyja að málið skyldi fara fyrir dómstóla, málið var tekið fyrir 2018 og fór alla leið upp í Landsrétt þar sem Freyja vann málið. 

„Ég er unglingafósturmamma, tók á móti unglingsdreng í fóstur í lok sumars 2021,“ segir Freyja um það þegar hún fékk hinn fimmtán ára Steve í fóstur.

„Ég er búin að vera ein af mömmum hans í tæp tvö ár. Það er magnað.“

Steve er frá Gana líkt og nýi kærastinn David.

Freyja ræddi ferlið í Íslandi í dag árið 2023.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.