Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 13:32 Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum segir rannsóknir sýna að með því að bæta aðeins þúsund skrefum við sig daglega sé hægt að lækka dánartíðni um 15 prósent. Vísir/Hjalti Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa. Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir fór fram í sex löndum yfir sjö ára tímabil. Þar var kannað tengsl hreyfingar við sjúkdóma og dánartíðni. Hún birtist í Europian Journal of Preventive Cardiology. „Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það“ Karl Kristjánsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og lektor í endurhæfingarlækningum kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Læknadögum sem nú standa yfir. Hann segir hana staðfesta enn frekar hvað dagleg hreyfing er verndandi gegn sjúkdómum. „Niðurstöður rannsóknarinnar er að ef fólk bætir aðeins við sig þúsund skrefum á dag þ.e. ofan á það sem það gengur venjulega þá lækkar dánartíðni um fimmtán prósent. Þá hafi komið í ljós að dánartíðni í hópi þeirra sem þjást af hjartasjúkdómum lækkaði um sjö prósent þegar fólk bætti við sig aðeins fimm hundruð skrefum á dag. Ef ganga væri lyf myndum við mæla með því að allir tækju það. Fimm þúsund skref á dag í minnsta lagi Hann segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ráðleggi fólki að ganga að minnsta kosti fimm þúsund skref á dag. Flestir nái því en þó sé stór hluti í meiri kyrrsetu. „Það er um þriðjungur fólks í ríkari löndum sem nær ekki fimm þúsund skrefum og meiri hreyfing felur mesta ávinning í för með sér fyrir þann hóp,“ segir Karl. Hann segir að niðurstöðurnar gilda líka um þá sem þegar hafa náð fimm þúsund skrefum. Meiri hreyfing en það hafi enn betri áhrif. „Þessar rannsóknir sýna ávinning með meiri hreyfingu upp að allt að tuttugu þúsundum skrefa á dag,“ segir hann. Aðspurður um hvort álag í göngu skipti máli svarar Karl: „Það þarf ekki að sprengja sig til að ná þessum jákvæðu heilsuáhrifum. En þeir sem ráða við að skokka eða hlaupa ná betri heilsu á styttri tíma.“ Önnur þjálfun líka mikilvæg Karl segir einnig mikilvægt fyrir heilsuna að vera í styrktarþjálfun. Það er mælt með ,sérstaklega fyrir þá sem eru aðeins eldri, að stunda styrktarþjálfun og einhverja leikfimi með göngunum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að fólk með áhættu á að fá hjartasjúkdóma vegna t.d, sykursýki eða hás blóðþrýstings eða eru með slíka sjúkdóma fari að þessum ráðum. Þá sé mikilvægt að fylgja þeim með hækkandi aldri. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir fólk í þeirri stöðu,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira