Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Aron Guðmundsson skrifar 21. janúar 2025 14:01 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður. Vísir/EINAR Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið. „Þetta var svo sem planið allan tímann. Að reyna sannfæra Sölva um að taka við þessu eftir að Arnar myndi hverfa á braut,“ segir Kári. „Ég vissi svo sem um leið og ég settist í minn stól hér í Víkinni að Arnar yrði ekki eilífur hérna. Eðli málsins samkvæmt myndi svona fær þjálfari alltaf fá tækifæri, sama hvort það yrði erlendis eða hjá landsliðinu. Ég horfði alltaf á Sölva sem eftirmann Arnars.“ Kári veit vel hvað Sölvi kemur með að borðinu. „Hann er náttúrulega mikill sigurvegari, reynir allt sem hann getur til þess að vinna. Það er hans besti kostur held ég í þessu. Svo er hann mjög góður í mannlegum samskiptum og hefur lært alveg helling í samstarfi sínu með Arnari. Ég hef fulla trú á honum.“ Munu ekki kúvenda öllu Það hvort mikill munur verði á stjórnarháttum hans og Arnars eigi eftir að koma almennilega í ljós. „Sölvi hefur ekki verið í þessari stöðu áður en það er oft munur á sóknar- og varnarmönnum í grunninn og ég held að þetta sé ekkert frábrugðið því. Sölvi er náttúrulega í grunnin varnarmaður og aðeins aggresívari heldur en Arnar. Kannski verða áherslurnar aðeins aðrar en við ætlum samt ekki að breyta of miklu. Það er ástæðan fyrir því að þetta eru svona innanhúss breytingar. Sölvi veit nákvæmlega hvernig við spilum, allt þjálfarateymið einnig. Við ætlum að breyta einhverju en ekki kúvenda öllu því flotta starfi sem hefur verið unnið hér síðastliðin ár.“ Falleg stund þegar Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lyftu titlinum í síðasta leik ferilsins. En telur Kári að hægt verði að viðhalda þeim góða árangri sem lið Víkings Reykjavíkur náði undir stjórn Arnars? „Að sjálfsögðu. Við erum með frábært lið. Arnar er risa partur af okkar velgengni en það er líka ástæðan fyrir því að við viljum ekki breyta of miklu. Hann hefur byggt upp frábært lið hérna, frá því hvernig við spilum sem og hugmyndafræðinni á bak við þetta. Við munum halda áfram að þróast, einhverju verður breytt, en við munum einnig halda í ákveðin gildi.“ Fín lending fyrir alla Hvað viðskilnaðinn við Arnar varðar hafði Kári þetta að segja: „Við erum bara mjög glaðir og ánægðir fyrir hönd Arnars. Bara ánægðir með að allt endaði mjög vel. KSÍ keypti hann af okkur, það er það sem Arnar vildi. Að prófa eitthvað nýtt, hann er búinn að vera hérna lengi, rifið félagið upp og gert það mjög fagmannlega. Við erum mjög ánægðir með það að bæði hann og við séum ánægð með þetta. Það var kannski bara kominn tími á skipti. Menn endast ekki oft svona lengi í svona starfi. Þetta var fín lending fyrir alla held ég.“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Víkings ReykjavíkurVísir/Anton Kári er sjálfur fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður og með sterkar skoðanir á íslenska landsliðinu og hvernig fótbolta það spilar. Hvernig lýst honum á komandi tíma liðsins undir stjórn Arnars? „Mér lýst mjög vel á þetta. Mér finnst mjög líklegt að hann nái öllum landsliðsmönnum á sitt band, Arnar hefur mjög heillandi persónuleika og er sömuleiðis góður leiðtogi. Ég ætla svo sannarlega að vona að þeir hlusti á það sem að hann hefur að segja. Ég hef svo sem alveg snert á því líka í útsendingum í kringum landsleikina að það þarf að laga varnarleik liðsins. Ég ætla að vona að það verði hans fyrsta verk að reyna laga hann.“ Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira
„Þetta var svo sem planið allan tímann. Að reyna sannfæra Sölva um að taka við þessu eftir að Arnar myndi hverfa á braut,“ segir Kári. „Ég vissi svo sem um leið og ég settist í minn stól hér í Víkinni að Arnar yrði ekki eilífur hérna. Eðli málsins samkvæmt myndi svona fær þjálfari alltaf fá tækifæri, sama hvort það yrði erlendis eða hjá landsliðinu. Ég horfði alltaf á Sölva sem eftirmann Arnars.“ Kári veit vel hvað Sölvi kemur með að borðinu. „Hann er náttúrulega mikill sigurvegari, reynir allt sem hann getur til þess að vinna. Það er hans besti kostur held ég í þessu. Svo er hann mjög góður í mannlegum samskiptum og hefur lært alveg helling í samstarfi sínu með Arnari. Ég hef fulla trú á honum.“ Munu ekki kúvenda öllu Það hvort mikill munur verði á stjórnarháttum hans og Arnars eigi eftir að koma almennilega í ljós. „Sölvi hefur ekki verið í þessari stöðu áður en það er oft munur á sóknar- og varnarmönnum í grunninn og ég held að þetta sé ekkert frábrugðið því. Sölvi er náttúrulega í grunnin varnarmaður og aðeins aggresívari heldur en Arnar. Kannski verða áherslurnar aðeins aðrar en við ætlum samt ekki að breyta of miklu. Það er ástæðan fyrir því að þetta eru svona innanhúss breytingar. Sölvi veit nákvæmlega hvernig við spilum, allt þjálfarateymið einnig. Við ætlum að breyta einhverju en ekki kúvenda öllu því flotta starfi sem hefur verið unnið hér síðastliðin ár.“ Falleg stund þegar Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lyftu titlinum í síðasta leik ferilsins. En telur Kári að hægt verði að viðhalda þeim góða árangri sem lið Víkings Reykjavíkur náði undir stjórn Arnars? „Að sjálfsögðu. Við erum með frábært lið. Arnar er risa partur af okkar velgengni en það er líka ástæðan fyrir því að við viljum ekki breyta of miklu. Hann hefur byggt upp frábært lið hérna, frá því hvernig við spilum sem og hugmyndafræðinni á bak við þetta. Við munum halda áfram að þróast, einhverju verður breytt, en við munum einnig halda í ákveðin gildi.“ Fín lending fyrir alla Hvað viðskilnaðinn við Arnar varðar hafði Kári þetta að segja: „Við erum bara mjög glaðir og ánægðir fyrir hönd Arnars. Bara ánægðir með að allt endaði mjög vel. KSÍ keypti hann af okkur, það er það sem Arnar vildi. Að prófa eitthvað nýtt, hann er búinn að vera hérna lengi, rifið félagið upp og gert það mjög fagmannlega. Við erum mjög ánægðir með það að bæði hann og við séum ánægð með þetta. Það var kannski bara kominn tími á skipti. Menn endast ekki oft svona lengi í svona starfi. Þetta var fín lending fyrir alla held ég.“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Víkings ReykjavíkurVísir/Anton Kári er sjálfur fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður og með sterkar skoðanir á íslenska landsliðinu og hvernig fótbolta það spilar. Hvernig lýst honum á komandi tíma liðsins undir stjórn Arnars? „Mér lýst mjög vel á þetta. Mér finnst mjög líklegt að hann nái öllum landsliðsmönnum á sitt band, Arnar hefur mjög heillandi persónuleika og er sömuleiðis góður leiðtogi. Ég ætla svo sannarlega að vona að þeir hlusti á það sem að hann hefur að segja. Ég hef svo sem alveg snert á því líka í útsendingum í kringum landsleikina að það þarf að laga varnarleik liðsins. Ég ætla að vona að það verði hans fyrsta verk að reyna laga hann.“
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjá meira