Elísabet tekin við Belgum Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 10:24 Elísabet Gunnarsdóttir var lengi þjálfari Kristianstad í Svíþjóð en er nú tekin við landsliði Belgíu. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“ Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira