Elísabet tekin við Belgum Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 10:24 Elísabet Gunnarsdóttir var lengi þjálfari Kristianstad í Svíþjóð en er nú tekin við landsliði Belgíu. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“ Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira
Elísabet hefur verið án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið 2023, eftir fimmtán ár í því starfi. Áður gerði Elísabet, sem er 48 ára gömul, þjálfari Val að Íslandsmeisturum fjórum sinnum. Elísabet hefur undanfarna mánuði verið orðuð við ýmis lið, meðal annars Chelsea og Aston Villa. Belgar ráku Ives Serneels úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins um helgina. Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið verður meðal þátttökuþjóða á EM í sumar líkt og Ísland. Belgar eru í riðli með Portúgölum, Ítölum og heimsmeisturum Spánverja. Svíinn Magnus Palsson og fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, verða aðstoðarþjálfarar Elísabetar. Ready for a new chapter. Welcome, Elisabet Gunnarsdóttir. 🔥 pic.twitter.com/paVIXdBAGl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) January 20, 2025 „Fótbolti kvenna er að þróast á ljóshraða og Belgía getur ekki bara setið á hliðarlínunni. Auk þess ætlum við að klifra upp FIFA-listann á næstu árum og láta til okkar taka á heimssviðinu. Þess vegna vildum við fá nýtt blóð í landsliðið. Elísabet Gunnarsdóttir er með frábæra ferilskrá, þekkir alþjóðlegan fótbolta og getur með sinni reynslu tekið „Rauðu logana“ upp á næsta stig. Ég hlakka mikið til að vinna með henni,“ sagði Peter Willems, framkvæmdastjóri belgíska knattspyrnusambandsins, á vef sambandsins. Þar segir Elísabet sjálf: „Ég hlakka til að þjálfa Rauðu logana, sérstaklega nú þegar EM er í uppsiglingu. Belgía hefur tekið stór skref síðustu ár í fótbolta kvenna og búið til sterkt landslið, með bæði reyndum og ungum leikmönnum. Ég hlakka til að halda þessu starfi áfram, með sambandinu, starfsliðinu og leikmönnum. Ég tel okkur geta náð glæstum árangri.“
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira