Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 07:32 Robbie Fowler er ein af goðsögnum Liverpool en framtíð Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold hjá enska félaginu er í mikilli óvissu. Getty/Liverpool FC/Stu Forster Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Allir þessir þrír lykilmenn eru að renna út á samningi í sumar og hafa nú leyfi til að byrja að ræða við önnur félög. Van Dijk hefur verið jákvæður með nýjan samning fyrir sig, Salah heldur því fram að hann sé á síðasta tímabilinu hjá Liverpool og Alexander-Arnold er stanslaust orðaður við Real Madrid. Fowler er hins vegar með eigin kenningu um þessa samningslausu leikmenn hjá Liverpool. „Ég er reyndar með smá kenningu og ég veit ekki hvort þetta sé svo fjarri sannleikanum,“ sagði Robbie Fowler í myndbandi á miðlum Prime Video Sport. „Ég held að tveir af þeim hafi þegar skrifað undir sinn samning en kannski hefur einn ekki gert það ennþá. Kannski getur félagið ekki komið fram og sagt frá þessum samningum þeirra vegna þess að þá lítur þessi eini svo illa út,“ sagði Fowler. „Það er möguleiki á því að málin hafi þróast þannig. Er eitthvað vit í þessari kenningu minni,“ spurði Fowler og bætti svo við: „Ef tveir koma fram og segja að þeir hafi skrifað undir samning þá setur það svo mikla pressu á þennan þriðja,“ sagði Fowler. Miðað við þetta og hegðunina hjá Salah þá lítur út fyrir að Egyptinn sé þessi eini. Á sama tíma bíða stuðningsmenn Liverpool eftir fréttum af samningamálum leikmannanna þriggja. Það gengur vel inn á vellinum en það væri sárt fyrir marga að sjá á eftir þessum öflugu leikmenn yfirgefa félagið frítt. Robbie Fowler er goðsögn hjá félaginu og einn mesti markaskorari sögunnar. Hann var uppalinn hjá Liverpool og er næstmarkahæsti leikmaðurinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 128 mörk. View this post on Instagram A post shared by Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Allir þessir þrír lykilmenn eru að renna út á samningi í sumar og hafa nú leyfi til að byrja að ræða við önnur félög. Van Dijk hefur verið jákvæður með nýjan samning fyrir sig, Salah heldur því fram að hann sé á síðasta tímabilinu hjá Liverpool og Alexander-Arnold er stanslaust orðaður við Real Madrid. Fowler er hins vegar með eigin kenningu um þessa samningslausu leikmenn hjá Liverpool. „Ég er reyndar með smá kenningu og ég veit ekki hvort þetta sé svo fjarri sannleikanum,“ sagði Robbie Fowler í myndbandi á miðlum Prime Video Sport. „Ég held að tveir af þeim hafi þegar skrifað undir sinn samning en kannski hefur einn ekki gert það ennþá. Kannski getur félagið ekki komið fram og sagt frá þessum samningum þeirra vegna þess að þá lítur þessi eini svo illa út,“ sagði Fowler. „Það er möguleiki á því að málin hafi þróast þannig. Er eitthvað vit í þessari kenningu minni,“ spurði Fowler og bætti svo við: „Ef tveir koma fram og segja að þeir hafi skrifað undir samning þá setur það svo mikla pressu á þennan þriðja,“ sagði Fowler. Miðað við þetta og hegðunina hjá Salah þá lítur út fyrir að Egyptinn sé þessi eini. Á sama tíma bíða stuðningsmenn Liverpool eftir fréttum af samningamálum leikmannanna þriggja. Það gengur vel inn á vellinum en það væri sárt fyrir marga að sjá á eftir þessum öflugu leikmenn yfirgefa félagið frítt. Robbie Fowler er goðsögn hjá félaginu og einn mesti markaskorari sögunnar. Hann var uppalinn hjá Liverpool og er næstmarkahæsti leikmaðurinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 128 mörk. View this post on Instagram A post shared by Amazon Prime Video Sport (@primevideosport)
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira