Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 07:32 Robbie Fowler er ein af goðsögnum Liverpool en framtíð Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold hjá enska félaginu er í mikilli óvissu. Getty/Liverpool FC/Stu Forster Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Allir þessir þrír lykilmenn eru að renna út á samningi í sumar og hafa nú leyfi til að byrja að ræða við önnur félög. Van Dijk hefur verið jákvæður með nýjan samning fyrir sig, Salah heldur því fram að hann sé á síðasta tímabilinu hjá Liverpool og Alexander-Arnold er stanslaust orðaður við Real Madrid. Fowler er hins vegar með eigin kenningu um þessa samningslausu leikmenn hjá Liverpool. „Ég er reyndar með smá kenningu og ég veit ekki hvort þetta sé svo fjarri sannleikanum,“ sagði Robbie Fowler í myndbandi á miðlum Prime Video Sport. „Ég held að tveir af þeim hafi þegar skrifað undir sinn samning en kannski hefur einn ekki gert það ennþá. Kannski getur félagið ekki komið fram og sagt frá þessum samningum þeirra vegna þess að þá lítur þessi eini svo illa út,“ sagði Fowler. „Það er möguleiki á því að málin hafi þróast þannig. Er eitthvað vit í þessari kenningu minni,“ spurði Fowler og bætti svo við: „Ef tveir koma fram og segja að þeir hafi skrifað undir samning þá setur það svo mikla pressu á þennan þriðja,“ sagði Fowler. Miðað við þetta og hegðunina hjá Salah þá lítur út fyrir að Egyptinn sé þessi eini. Á sama tíma bíða stuðningsmenn Liverpool eftir fréttum af samningamálum leikmannanna þriggja. Það gengur vel inn á vellinum en það væri sárt fyrir marga að sjá á eftir þessum öflugu leikmenn yfirgefa félagið frítt. Robbie Fowler er goðsögn hjá félaginu og einn mesti markaskorari sögunnar. Hann var uppalinn hjá Liverpool og er næstmarkahæsti leikmaðurinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 128 mörk. View this post on Instagram A post shared by Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Allir þessir þrír lykilmenn eru að renna út á samningi í sumar og hafa nú leyfi til að byrja að ræða við önnur félög. Van Dijk hefur verið jákvæður með nýjan samning fyrir sig, Salah heldur því fram að hann sé á síðasta tímabilinu hjá Liverpool og Alexander-Arnold er stanslaust orðaður við Real Madrid. Fowler er hins vegar með eigin kenningu um þessa samningslausu leikmenn hjá Liverpool. „Ég er reyndar með smá kenningu og ég veit ekki hvort þetta sé svo fjarri sannleikanum,“ sagði Robbie Fowler í myndbandi á miðlum Prime Video Sport. „Ég held að tveir af þeim hafi þegar skrifað undir sinn samning en kannski hefur einn ekki gert það ennþá. Kannski getur félagið ekki komið fram og sagt frá þessum samningum þeirra vegna þess að þá lítur þessi eini svo illa út,“ sagði Fowler. „Það er möguleiki á því að málin hafi þróast þannig. Er eitthvað vit í þessari kenningu minni,“ spurði Fowler og bætti svo við: „Ef tveir koma fram og segja að þeir hafi skrifað undir samning þá setur það svo mikla pressu á þennan þriðja,“ sagði Fowler. Miðað við þetta og hegðunina hjá Salah þá lítur út fyrir að Egyptinn sé þessi eini. Á sama tíma bíða stuðningsmenn Liverpool eftir fréttum af samningamálum leikmannanna þriggja. Það gengur vel inn á vellinum en það væri sárt fyrir marga að sjá á eftir þessum öflugu leikmenn yfirgefa félagið frítt. Robbie Fowler er goðsögn hjá félaginu og einn mesti markaskorari sögunnar. Hann var uppalinn hjá Liverpool og er næstmarkahæsti leikmaðurinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 128 mörk. View this post on Instagram A post shared by Amazon Prime Video Sport (@primevideosport)
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti