Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2025 11:32 Teitur Örlygsson vildi vita hvaða félags Pavel Ermolinskij bæri mestar taugar til. stöð 2 sport Teitur Örlygsson nýtti tækifærið í Bónus Körfuboltakvöldi og spurði Pavel Ermolinskij hvaða íslenska félag, sem hann spilaði með eða þjálfaði, honum þætti vænst um. Pavel lék sína fyrstu leiki barnungur með Skallagrími en eftir nokkur ár í atvinnumennsku sneri hann aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir KR. Hann varð sjö sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann fór í Val þar sem hann lauk leikmannaferlinum á að verða meistari 2022. Pavel gerði svo Tindastól að Íslandsmeisturum sem þjálfari 2023. Teiti lék forvitni á að vita hvaða félag Pavel bæri mestar taugar til og varpaði spurningunni til hans í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn. „Skallagrímur er alltaf efst. Þetta er æskan mín, ástæðan fyrir því að ég er hérna, sit hérna með ykkur er körfuknattleiksdeild Skallagríms sem ákveður að koma með fjölskylduna mína til landsins. Það mun aldrei breytast. Vonandi get ég einhvern tímann endurgoldið þeim það,“ sagði Pavel. Hann segist hafa fjarlægt KR of mikið þrátt fyrir að hafa átt afar góðu gengi að fagna með liðinu og unnið sjö Íslandsmeistaratitla með því. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Hvaða félag þykir Pavel vænst um? Pavel er afar hreykinn af Valstímanum og á góðar minningar frá honum. „Ég er stoltastur af Valskaflanum. Hann er mesta afrekið fyrir mér. Ég á ekkert KR einhvern veginn en Valur frá byrjun til enda, ég er stoltastur af því,“ sagði Pavel. Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með Tindastóli fyrir tveimur árum vekur svo upp góðar minningar. „Tindastóll var einstakasta upplifun á mínum körfuboltaferli. Þetta var einstakasti titilinn og úti á landi Pavel fékk það sem hann vildi. Það er erfitt að útskýra hvernig er að vera hluti af Tindastólsliði í lokaúrslitum á Sauðárkróki.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Skallagrímur KR Valur Tindastóll Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Pavel lék sína fyrstu leiki barnungur með Skallagrími en eftir nokkur ár í atvinnumennsku sneri hann aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir KR. Hann varð sjö sinnum Íslandsmeistari með liðinu áður en hann fór í Val þar sem hann lauk leikmannaferlinum á að verða meistari 2022. Pavel gerði svo Tindastól að Íslandsmeisturum sem þjálfari 2023. Teiti lék forvitni á að vita hvaða félag Pavel bæri mestar taugar til og varpaði spurningunni til hans í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn. „Skallagrímur er alltaf efst. Þetta er æskan mín, ástæðan fyrir því að ég er hérna, sit hérna með ykkur er körfuknattleiksdeild Skallagríms sem ákveður að koma með fjölskylduna mína til landsins. Það mun aldrei breytast. Vonandi get ég einhvern tímann endurgoldið þeim það,“ sagði Pavel. Hann segist hafa fjarlægt KR of mikið þrátt fyrir að hafa átt afar góðu gengi að fagna með liðinu og unnið sjö Íslandsmeistaratitla með því. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Hvaða félag þykir Pavel vænst um? Pavel er afar hreykinn af Valstímanum og á góðar minningar frá honum. „Ég er stoltastur af Valskaflanum. Hann er mesta afrekið fyrir mér. Ég á ekkert KR einhvern veginn en Valur frá byrjun til enda, ég er stoltastur af því,“ sagði Pavel. Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með Tindastóli fyrir tveimur árum vekur svo upp góðar minningar. „Tindastóll var einstakasta upplifun á mínum körfuboltaferli. Þetta var einstakasti titilinn og úti á landi Pavel fékk það sem hann vildi. Það er erfitt að útskýra hvernig er að vera hluti af Tindastólsliði í lokaúrslitum á Sauðárkróki.“ Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Skallagrímur KR Valur Tindastóll Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik