Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2025 21:05 Björgunarfólk að störfum í Súðavík fyrir 30 árum. Stöð 2 Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr. Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“ Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
„Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17
Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent