Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 14:01 Þrír borgarfulltrúar fengu bæði greitt frá borginni og Alþingi um síðustu mánaðamót. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að almennt fái fólk greiddan uppsagnafrest þegar það skiptir um vinnu. Kjörnir fulltrúar þurfi þó að huga að ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Vísir/Sara Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira