Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Aron Guðmundsson skrifar 15. janúar 2025 09:31 Freyr Alexandersson með fjölskyldu sinni. Freyr tók nýverið við þjálfun Brann í Noregi og mun fyrst um sinn starfa fjarri fjölskyldu sinni í Bergen. Aðsend mynd Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, er yfir sig stoltur af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau hafa tæklað bröltið sem hefur ríkjandi vegna ferils Freys sem þjálfari í atvinnumennskunni í fótboltanum. Frá árinu 2020 hefur Freyr tekið að sér ýmis störf víðs vegar um heiminn. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar. Þaðan lá leið hans til Lyngby í Danmörku og í fyrra var hann fenginn til þess að stýra liði KV Kortrijk í Belgíu. Nú liggur leið hans til Bergen þar sem að Freyr hefur skrifað undir samning við norska stórliðið Brann. Það hefur verið allur gangur á því hvort að fjölskyldan fylgi Frey með til nýrra landa þar sem að hann starfar í Bergen mun Freyr búa einn um sinn en það leynir sér ekki hversu stoltur hann er af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau tækla þetta líf sem þau hafa skapað sér saman. „Ég er einn í Bergen og verð einn fram á sumar. Svo sjáum við til hvað við gerum. Þau eru ótrúleg öll. Börnin mín og eiginkona mín. Börnin eru að gera hrikalega vel í skóla í Frakkland og við viljum ekki slíta þau úr því. Þannig að konan, enn og aftur, tekur pakkann og ber þetta á herðum sér. Fyrir það er ég endalaust þakklátur.“ Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Það er líka bara mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem að við höfum valið. Ég er mjög stoltur af þeim, hvernig þau hafa mótast í þessu og hvers konar manneskjur og karakterar, sérstaklega unglingstelpurnar mínar, eru orðnar. Ég á svo ungan dreng líka og hvað konan mín er sterk og gerir þetta vel maður. Það er geggjað. Svo sjáum við til hvað setur. Tíminn leiðir það í ljós en markmiðið er svo að þau verði með mér frá og með haustinu.ׅ“ Íslendingar erlendis Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53 Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Frá árinu 2020 hefur Freyr tekið að sér ýmis störf víðs vegar um heiminn. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar. Þaðan lá leið hans til Lyngby í Danmörku og í fyrra var hann fenginn til þess að stýra liði KV Kortrijk í Belgíu. Nú liggur leið hans til Bergen þar sem að Freyr hefur skrifað undir samning við norska stórliðið Brann. Það hefur verið allur gangur á því hvort að fjölskyldan fylgi Frey með til nýrra landa þar sem að hann starfar í Bergen mun Freyr búa einn um sinn en það leynir sér ekki hversu stoltur hann er af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau tækla þetta líf sem þau hafa skapað sér saman. „Ég er einn í Bergen og verð einn fram á sumar. Svo sjáum við til hvað við gerum. Þau eru ótrúleg öll. Börnin mín og eiginkona mín. Börnin eru að gera hrikalega vel í skóla í Frakkland og við viljum ekki slíta þau úr því. Þannig að konan, enn og aftur, tekur pakkann og ber þetta á herðum sér. Fyrir það er ég endalaust þakklátur.“ Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Það er líka bara mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem að við höfum valið. Ég er mjög stoltur af þeim, hvernig þau hafa mótast í þessu og hvers konar manneskjur og karakterar, sérstaklega unglingstelpurnar mínar, eru orðnar. Ég á svo ungan dreng líka og hvað konan mín er sterk og gerir þetta vel maður. Það er geggjað. Svo sjáum við til hvað setur. Tíminn leiðir það í ljós en markmiðið er svo að þau verði með mér frá og með haustinu.ׅ“
Íslendingar erlendis Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53 Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53
Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26