Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Aron Guðmundsson skrifar 15. janúar 2025 09:31 Freyr Alexandersson með fjölskyldu sinni. Freyr tók nýverið við þjálfun Brann í Noregi og mun fyrst um sinn starfa fjarri fjölskyldu sinni í Bergen. Aðsend mynd Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, er yfir sig stoltur af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau hafa tæklað bröltið sem hefur ríkjandi vegna ferils Freys sem þjálfari í atvinnumennskunni í fótboltanum. Frá árinu 2020 hefur Freyr tekið að sér ýmis störf víðs vegar um heiminn. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar. Þaðan lá leið hans til Lyngby í Danmörku og í fyrra var hann fenginn til þess að stýra liði KV Kortrijk í Belgíu. Nú liggur leið hans til Bergen þar sem að Freyr hefur skrifað undir samning við norska stórliðið Brann. Það hefur verið allur gangur á því hvort að fjölskyldan fylgi Frey með til nýrra landa þar sem að hann starfar í Bergen mun Freyr búa einn um sinn en það leynir sér ekki hversu stoltur hann er af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau tækla þetta líf sem þau hafa skapað sér saman. „Ég er einn í Bergen og verð einn fram á sumar. Svo sjáum við til hvað við gerum. Þau eru ótrúleg öll. Börnin mín og eiginkona mín. Börnin eru að gera hrikalega vel í skóla í Frakkland og við viljum ekki slíta þau úr því. Þannig að konan, enn og aftur, tekur pakkann og ber þetta á herðum sér. Fyrir það er ég endalaust þakklátur.“ Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Það er líka bara mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem að við höfum valið. Ég er mjög stoltur af þeim, hvernig þau hafa mótast í þessu og hvers konar manneskjur og karakterar, sérstaklega unglingstelpurnar mínar, eru orðnar. Ég á svo ungan dreng líka og hvað konan mín er sterk og gerir þetta vel maður. Það er geggjað. Svo sjáum við til hvað setur. Tíminn leiðir það í ljós en markmiðið er svo að þau verði með mér frá og með haustinu.ׅ“ Íslendingar erlendis Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53 Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Frá árinu 2020 hefur Freyr tekið að sér ýmis störf víðs vegar um heiminn. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar. Þaðan lá leið hans til Lyngby í Danmörku og í fyrra var hann fenginn til þess að stýra liði KV Kortrijk í Belgíu. Nú liggur leið hans til Bergen þar sem að Freyr hefur skrifað undir samning við norska stórliðið Brann. Það hefur verið allur gangur á því hvort að fjölskyldan fylgi Frey með til nýrra landa þar sem að hann starfar í Bergen mun Freyr búa einn um sinn en það leynir sér ekki hversu stoltur hann er af eiginkonu sinni og börnum og því hvernig þau tækla þetta líf sem þau hafa skapað sér saman. „Ég er einn í Bergen og verð einn fram á sumar. Svo sjáum við til hvað við gerum. Þau eru ótrúleg öll. Börnin mín og eiginkona mín. Börnin eru að gera hrikalega vel í skóla í Frakkland og við viljum ekki slíta þau úr því. Þannig að konan, enn og aftur, tekur pakkann og ber þetta á herðum sér. Fyrir það er ég endalaust þakklátur.“ Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Það er líka bara mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem að við höfum valið. Ég er mjög stoltur af þeim, hvernig þau hafa mótast í þessu og hvers konar manneskjur og karakterar, sérstaklega unglingstelpurnar mínar, eru orðnar. Ég á svo ungan dreng líka og hvað konan mín er sterk og gerir þetta vel maður. Það er geggjað. Svo sjáum við til hvað setur. Tíminn leiðir það í ljós en markmiðið er svo að þau verði með mér frá og með haustinu.ׅ“
Íslendingar erlendis Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53 Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ PSV áfram á kostnað Juventus „Fullkomið kvöld“ PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Sjá meira
Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 14. janúar 2025 14:53
Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Ólafur Örn Bjarnason, fyrrverandi leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann er spenntur fyrir ráðningu félagsins á Frey Alexanderssyni í stöðu þjálfara. Hann segir Frey með því taka við einu stærsta félagi Norðurlandanna þar sem að fylgst er gaumgæfilega með öllu því sem gengur þar á. Krafan er sett á að vinna titil fyrir hvert tímabil hjá Brann. 14. janúar 2025 09:26