„Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2025 21:20 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emil Barja þjálfari toppliðs Hauka í Bónus-deild kvenna gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Val í kvöld. Haukakonur höfðu mikla yfirburði gegn daufu Valsliði. „Mjög ánægður. Allt sem við töluðum um var að ganga upp,“ sagði Emil en Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Bónus-deildarinnar. „Þær hjálpa mjög djúpt á veiku hliðinni og við vorum að láta boltann ganga og fullt af sóknum hjá okkur sem voru frábærar fannst mér. Ég veit ekki hvað við enduðum með margar stoðsendingar í leiknum en þær voru margar. Ég er ánægður með að þó við höfum komist í ágætan mun þá var engin að setja einhver fjörtíu stig, þetta hélt áfram að vera liðsbolti.“ Emil vildi ekki meina að hann væri búinn að leggja sérstaka áherslu á sóknarleikinn á æfingum heldur ræddi um kjarnan í liðinu. „Það er náttúrulega eitthvað farið yfir sóknarkerfi á hverri æfingu. Síðan erum við búin að spila saman í allan vetur og meirihlutinn af stelpunum saman í mörg ár. Þær þekkja hvor aðra vel og erlendu leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Þetta er orðið mjög náttúrulegt og það er mjög gaman að sjá.“ Haukar þvinguðu Valsliðið í ansi marga tapaða bolta í leiknum og Valskonur lentu í vandræðum oft á tíðum með að koma boltanum upp völlinn því pressuvörn Hauka var öflug. „Við reyndum aðeins að breyta henni í seinni hálfleik og vera aðeins grimmari. Mér fannst hún virka því þær voru að koma seint á klukkunni yfir miðjuna. Hún hefur virkað betur en mér fannst vörnin heilt yfir mjög góð líka, við vorum líka að neyða þær í tapaða bolta á hálfum velli.“ Emil sagðist vera afar ánægður með hvar Haukaliðið væri statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Við byrjuðum að undirbúa okkur mjög snemma. Það voru æfingar í júní með þessum íslensku stelpum þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að gera. Ég vissi að þetta tæki tíma en þetta hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við. Mér datt ekki í hug að þetta yrði komið svona langt á þessum tímapunkti.“ Bónus-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Mjög ánægður. Allt sem við töluðum um var að ganga upp,“ sagði Emil en Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Bónus-deildarinnar. „Þær hjálpa mjög djúpt á veiku hliðinni og við vorum að láta boltann ganga og fullt af sóknum hjá okkur sem voru frábærar fannst mér. Ég veit ekki hvað við enduðum með margar stoðsendingar í leiknum en þær voru margar. Ég er ánægður með að þó við höfum komist í ágætan mun þá var engin að setja einhver fjörtíu stig, þetta hélt áfram að vera liðsbolti.“ Emil vildi ekki meina að hann væri búinn að leggja sérstaka áherslu á sóknarleikinn á æfingum heldur ræddi um kjarnan í liðinu. „Það er náttúrulega eitthvað farið yfir sóknarkerfi á hverri æfingu. Síðan erum við búin að spila saman í allan vetur og meirihlutinn af stelpunum saman í mörg ár. Þær þekkja hvor aðra vel og erlendu leikmennirnir hafa komið vel inn í þetta. Þetta er orðið mjög náttúrulegt og það er mjög gaman að sjá.“ Haukar þvinguðu Valsliðið í ansi marga tapaða bolta í leiknum og Valskonur lentu í vandræðum oft á tíðum með að koma boltanum upp völlinn því pressuvörn Hauka var öflug. „Við reyndum aðeins að breyta henni í seinni hálfleik og vera aðeins grimmari. Mér fannst hún virka því þær voru að koma seint á klukkunni yfir miðjuna. Hún hefur virkað betur en mér fannst vörnin heilt yfir mjög góð líka, við vorum líka að neyða þær í tapaða bolta á hálfum velli.“ Emil sagðist vera afar ánægður með hvar Haukaliðið væri statt á þessum tímapunkti á tímabilinu. „Við byrjuðum að undirbúa okkur mjög snemma. Það voru æfingar í júní með þessum íslensku stelpum þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að gera. Ég vissi að þetta tæki tíma en þetta hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við. Mér datt ekki í hug að þetta yrði komið svona langt á þessum tímapunkti.“
Bónus-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira