Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 14:57 Lögregluþjónar og öryggisverðir við op að gullnámunni. Fleiri en fimm hundruð menn eru sagðir vera enn þar niðri. AP/Denis Farrell Að minnsta kosti hundrað menn eru látnir úr hungri og vökvaskorti ofan í ólöglegri gullnámu í Suður-Afríku. Lögregluþjónar hafa setið um námuna um langt skeið og hafa mennirnir ofan í henni ekki haft aðgang að matvælum eða vatni frá því í nóvember. Frá því umsátrið hófst í nóvember hafa fjölmargir menn komið upp úr námunni og verið handteknir. Leiðtogar hjálparsamtaka sem reynt hafa að aðstoða mennina í námunni segja að þar séu enn rúmlega fimm hundruð menn. Að minnsta kosti hundrað eru sagðir hafa dáið ofan í námunni og voru lík átján þeirra sótt um og eftir helgi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögreglan segir mennina hafa neitað að koma út úr námunni en áðurnefndir leiðtogar hjálparsamtaka segja lögregluna hafa fjarlægt reipi sem mennirnir notuðu til að komast inn í námuna og úr henni. Menn sem handteknir voru þegar þeir komu upp úr námunni í Stilfontein í morgun.AP/Themba Hadebe Þá unnu samtökin dómsmál gegn lögreglunni í desember um að lögreglan mætti ekki koma í veg fyrir að mennirnir fengu mat og vatn. Óljóst er hve mikið af matvælum þeir hafa fengið síðan þá. Fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglunnar á svæðinu að enn sé verið að staðfesta hve mörg lík hafi fundist og hve margir hafi gefið sig fram við lögreglu. Vonast sé til þess að hægt sé að binda enda á umsátrið Sjá einnig: Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Talið er að ólögleg námustarfsemi kosti Suður-Afríku gífurlega mikla peninga á ári hverju. Yfirvöld segja að oft sé um menn frá öðrum löndum að ræða og þá sé líklega um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og eru hópar þungvopnaðra manna oft sagðir viðloðnir starfsemina. Mennirnir eru einnig sagðir valda vandræðum í nærliggjandi samfélögum, þar sem þeir hafa verið sakaðir um glæpi eins og rán og nauðganir. Suður-Afríka Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Frá því umsátrið hófst í nóvember hafa fjölmargir menn komið upp úr námunni og verið handteknir. Leiðtogar hjálparsamtaka sem reynt hafa að aðstoða mennina í námunni segja að þar séu enn rúmlega fimm hundruð menn. Að minnsta kosti hundrað eru sagðir hafa dáið ofan í námunni og voru lík átján þeirra sótt um og eftir helgi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögreglan segir mennina hafa neitað að koma út úr námunni en áðurnefndir leiðtogar hjálparsamtaka segja lögregluna hafa fjarlægt reipi sem mennirnir notuðu til að komast inn í námuna og úr henni. Menn sem handteknir voru þegar þeir komu upp úr námunni í Stilfontein í morgun.AP/Themba Hadebe Þá unnu samtökin dómsmál gegn lögreglunni í desember um að lögreglan mætti ekki koma í veg fyrir að mennirnir fengu mat og vatn. Óljóst er hve mikið af matvælum þeir hafa fengið síðan þá. Fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglunnar á svæðinu að enn sé verið að staðfesta hve mörg lík hafi fundist og hve margir hafi gefið sig fram við lögreglu. Vonast sé til þess að hægt sé að binda enda á umsátrið Sjá einnig: Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Talið er að ólögleg námustarfsemi kosti Suður-Afríku gífurlega mikla peninga á ári hverju. Yfirvöld segja að oft sé um menn frá öðrum löndum að ræða og þá sé líklega um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og eru hópar þungvopnaðra manna oft sagðir viðloðnir starfsemina. Mennirnir eru einnig sagðir valda vandræðum í nærliggjandi samfélögum, þar sem þeir hafa verið sakaðir um glæpi eins og rán og nauðganir.
Suður-Afríka Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira