„Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 21:03 Djokovic og nýi þjálfari hans. Vísir/Getty Images Novak Djokovic er mættur í aðra umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Serbinn gæti ekki verið ánægðari með að hinn skoski Andy Murray sé þjálfari hans sem stendur. Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð. Tennis Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð.
Tennis Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira