Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar 13. janúar 2025 10:33 Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun