Valur vann leikinn 4-2 eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleiknum.
Albin Skoglund skoraði fyrsta mark leiksins strax á ellefu mínútu en Patrick Pedersen bætti síðan tveimur mörkum við áður en hálftími var liðinn.
Þróttarinn Liam Daði Jeffs minnkaði muninn í 3-1 á 40. mínútu og Valsmaðurinn Bjarni Mark Antonsson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 55. mínútu. Staðan var því orðin 3-2 og mikil spenna í leiknum.
Gísli Laxdal Unnarsson innsiglaði sigur hins vegar Valsliðsins á 65. mínútu en liðið endaði manni færri eftir að Hörður Ingi Gunnarsson fékk rauða spjaldið í uppbótatímanum.