Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 22:03 Markaskorararnir Rodgers og Onana fagna í kvöld. Villa-liðið var í sérstökum svörtum treyjum vegna 150 ára afmælis félagsins. Shaun Botterill/Getty Images Aston Villa vann 2-1 endurkomusigur á West Ham United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Villa Park í Birmingham í kvöld. Graham Potter varð því að sætta sig við tap í fyrsta leik hans við stjórnvölin hjá gestunum. Um var að ræða fyrsta leik West Ham undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu af baskneska Spánverjanum Julen Lopategui sem var sagt upp í vikunni eftir aðeins örfáa mánuði í starfi. Það byrjaði vel hjá Potter þar sem Brasilíumaðurinn Lucas Paquéta veitti Hömrunum forystuna eftir tæplega níu mínútna leik þegar Crysancio Summerville fann hann óvaldaðan á teignum. Skömmu síðar missti West Ham hins vegar Þjóðverjann Niclas Füllkrug meiddan af velli og Ross Barkley fór sömuleiðis meiddur út af hjá Villa-mönnum. Staðan aftur á móti 1-0 í hálfleik og Aston Villa átti ekki eina einustu marktilraun gegn West Ham-liði sem leit vel út undir nýjum stjóra. Aston Villa tókst að jafna á 71. mínútu þegar Belginn Amadou Onana kom boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir hornspyrnu. Leikmenn West Ham voru ósáttir við dómara leiksins eftir markið og ástæða þess tvíbent. Þeir vildu meina að hornspyrnudómurinn hefði í raun átt að vera markspyrna fyrir West Ham og þá kölluðu þeir eftir broti á Ezri Konsa, varnarmann Aston Villa, eftir samskipti hans við Lucas Paqueta á teignum í aðdraganda marksins. Engin myndbandsdómgæsla er hins vegar til staðar á þessu stigi FA-bikarsins og markið stóð. Villa-menn hömruðu járnið meðan það var heitt. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Onana kom Morgan Rodgers liðinu yfir eftir snögga sókn. Ollie Watkins gerði vel, fann Rodgers á teignum og sá síðarnefndi stýrði boltanum í netið. Eftir að hafa gott sem ekkert getað framan af leik höfðu Villa-menn snúið taflinu sér í vil á örstuttum kafla. Sá kafli skilaði sínu, liðið vann 2-1 sigur og er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Draumabyrjun Potters með Hamranna varð að engu og hann snýr sér nú að næsta verkefni sem er deildarleikur við Fulham í miðri næstu viku. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Um var að ræða fyrsta leik West Ham undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu af baskneska Spánverjanum Julen Lopategui sem var sagt upp í vikunni eftir aðeins örfáa mánuði í starfi. Það byrjaði vel hjá Potter þar sem Brasilíumaðurinn Lucas Paquéta veitti Hömrunum forystuna eftir tæplega níu mínútna leik þegar Crysancio Summerville fann hann óvaldaðan á teignum. Skömmu síðar missti West Ham hins vegar Þjóðverjann Niclas Füllkrug meiddan af velli og Ross Barkley fór sömuleiðis meiddur út af hjá Villa-mönnum. Staðan aftur á móti 1-0 í hálfleik og Aston Villa átti ekki eina einustu marktilraun gegn West Ham-liði sem leit vel út undir nýjum stjóra. Aston Villa tókst að jafna á 71. mínútu þegar Belginn Amadou Onana kom boltanum yfir línuna af stuttu færi eftir hornspyrnu. Leikmenn West Ham voru ósáttir við dómara leiksins eftir markið og ástæða þess tvíbent. Þeir vildu meina að hornspyrnudómurinn hefði í raun átt að vera markspyrna fyrir West Ham og þá kölluðu þeir eftir broti á Ezri Konsa, varnarmann Aston Villa, eftir samskipti hans við Lucas Paqueta á teignum í aðdraganda marksins. Engin myndbandsdómgæsla er hins vegar til staðar á þessu stigi FA-bikarsins og markið stóð. Villa-menn hömruðu járnið meðan það var heitt. Aðeins fjórum mínútum eftir mark Onana kom Morgan Rodgers liðinu yfir eftir snögga sókn. Ollie Watkins gerði vel, fann Rodgers á teignum og sá síðarnefndi stýrði boltanum í netið. Eftir að hafa gott sem ekkert getað framan af leik höfðu Villa-menn snúið taflinu sér í vil á örstuttum kafla. Sá kafli skilaði sínu, liðið vann 2-1 sigur og er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar. Draumabyrjun Potters með Hamranna varð að engu og hann snýr sér nú að næsta verkefni sem er deildarleikur við Fulham í miðri næstu viku.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira