Bandaríski miðillinn TMZ greinir frá skilnaðinum. Ástæðan fyrir skilnaðinum er enn óljós, en heimildir miðilsins herma að hjónin hafi þroskast í sundur og ástin slokknað á milli þeirra.
Alba og Warren kynntust við tökur á kvikmyndinni Fantastic Four árið 2004 í Kanada, þar sem hún fór með aðalhlutverk kvikmyndarinnar sem ofurhetjan Sue Storm og Cash var aðstoðarleikstjóri.
Parið trúlofuði sig árið 2007 og gekk í hjónaband um ári síðar, eða þann 19. maí árið 2008, við leynilega athöfn í Los Angeles.
Saman eiga þau þrjú börn á aldrinum sjö til sextán ára, dæturnar Honor Marie og Haven Garner, og soninn Hayes.