Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2025 13:45 Mike De Decker vann Grand Prix á síðasta ári. getty/Nathan Stirk Belginn Mike De Decker er æfur yfir því að gengið hafi verið framhjá honum í vali á keppendum fyrir úrvalsdeildina í pílukasti. Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira