Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar 8. janúar 2025 11:31 Fyrir löngu las ég frásögn af tveimur mönnum sem sátu í fangelsi. Báðir áttu það sameiginlegt að vera dæmdir í svipaðan langan tíma þarna innan veggja. Og báðir áttu það sameiginlegt að standa löngum stundum við gluggann á klefunum og horfa á veröldina fyrir utan í gegn um rimlanna. Annar þessara manna einblíndi þungur á brún á forina sem var fyrir utan og það var mikil svartsýni í svip hans. Hinn fanginn einblíndi á sólina sem var að brjótast í gegn um skýin eftir rigningarskúr næturinnar. Í svip hans mátti sjá bjartsýni og einhverja vonarglætu sem endurspeglaðist í augum hans. Einhvern veginn svona birtist mér mórallinn í samfélaginu þegar tekist er á um hvort Íslenska þjóðin eigi erindi inn í ESB eða ekki. Það er eins og hérna séu tvær þjóðir sem er alveg fyrirmunað að setja sig í spor hvor annarrar. Nú þegar ég pikka þessar hugleiðingar inn á tölvuna á þessu nýbyrjaða ári og eftir að vera búin að hlusta á stjórnmálaumræður nú um áramótin sannfærðist ég en frekar um að svo sé. Ég veit ekki hve oft ég heyrði í fólkinu sem birtist í Kryddsíldinni og jafnvel í áramótaávarpi nýja forsætisráðherra hve Ísland væri auðugt land og hér sé frábært að búa. Auðvitað get ég tekið undir að á Íslandi sé margt mjög gott og hér sé að mörgu leiti gott að vera búsettur. En er hugsanlegt að fólkið sem lét í ljós þessa skoðun sína um þjóðfélagið sé gjörsamlega statt einhversstaðar úti mýri og hafi ekki hugmynd um líf stórs hluta þjóðarinnar. Getur það verið hugsanlegt að einhverjir af þessu fólki sem talaði um sæluríkið Ísland hafi verið andvaka yfir því að geta ekki endurnýjað þvottavélina á heimilinu eða keypt ný dekk undir bílinn þegar vetur gekk í garð. Eða hefur þetta sama fólk enga hugmynd um að hérna sé fullt af fólki sem sé búið að brenna sig illilega á Íslensku krónunni og óskar einskis frekar að henni verði kastað út í hafsauga. Veit þetta fólk virkilega ekki að þúsundir fólks á Íslandi hefur farið á fund bankana til þess að fá grænt ljós fyrir lántöku sem það var svo hæft til að borga til baka. Afborganir sem síðan stökkbreyttust í einhverjar fáránlegar fjárhæðir eftir nokkra mánuði svo nákvæmlega út reiknuð greiðslugeta fór til fjandans. Þetta kemur manni fyrir sjónir eins og harðsvíruð glæpasamtök sem hafa ekki snefil af samvisku hafi tekið sig saman um að moka til sín eins miklu fjármunum frá samlöndum sínum eins og hugsast getur. Og þetta hafa fjármálstofnanir getað gert með fullum stuðningi þeirra stjórnmálaflokka sem hér hafa ráðið ríkjum undanfarin ár. En auðvita, þetta er hin þjóðin sem er gjörsamlega fyrirmunað að setja sig í spor þessa hluta þjóðarinnar eða er bara alveg skítsama. En hvers vegna í fjandanum er ég að ergja mig á málflutningi þeirra sem tala um sæluríkið Ísland og hve dásamlegt það sé að búa í þessu þjóðfélagi. Við sem eigum það sameiginlegt að vera öll Íslendingar og búa í sjötta ríkasta landi í heiminum. Og því í ósköpunum við séum að kanna aðild að Evrópusambandinu fyrst við erum svona moldrík? Auðvitað finnst þeim sem eru óþreytandi við að minna okkur á ríkidæmið þetta gjörsamlega óskiljanlegt. Við sem eigum það sameiginlegt að vera á launum frá Íslenskum skattborgurum og velta okkur upp úr auðævunum. Ég sem fæ borguð mín ellilaun um hver mánaðamót og þessir sem eru óþreytandi við að minna á hvað við séum rík fá sín laun eða eftirlaun frá ríkinu. Eða er það kannski þarna sem hundurinn liggur grafinn, sem sagt munurinn á þessum launagreiðslum sem gerir það að verkum að það eru tvær þjóðir á Íslandi? Önnur þjóðin fær greiðslu inn á reikninginn sinn sem er ekki undir einni milljón um hver mánaðarmót eða jafnvel tvær og hin sem fær þrjú hundruð og fimmtíu þúsund. Og auðvita er þetta fyrirkomulag skapað að mestu leiti af þeim sem þvæla um hvað Ísland sé moldríkt og allir hafi það svo glimrandi gott. Ef ég fengi yfir milljón borgað inn á reikninginn minn um hver mánaðarmót mundi það virka fyrir mig eins og að fá lottóvinning einu sinni í mánuði. Og svo er fólk furðu lostið yfir þeim úrslitum úr síðustu kosningum að vilja losa sig við þá aðila sem ráðið hafa hér ríkjum undanfarin ár og losa sig við þessa handónýtu krónu í þeirri von að eitthvað breytist. Þetta birtist einna skýrast í þættinum Kryddsíld sem sendur var út á gamlársdag þar sem sátu tveir draugfúlir karlar sem misst höfðu völdin. Annar þvældi um hve stórkostlega bæði kjörin og kaupmáttur hefði batnað hjá fólkinu í landinu og hinn tautaði um að þetta væri allt að koma. Ef að þessir tveir fílupúkar voru ekki fyrir löngu komnir fram yfir síðasta söludag þá er það enginn. Ég hóf þessar nýárshugleiðingar mínar á því að það væru tvær þjóðir í þessu sjötta ríkasta landi í heimi og að þær væru ófærar um að tala saman. Ástæðan er auðvitað sú að völdin hafa verið hjá þeim hluta þjóðfélagsins sem best hafa haft það á Íslandi og það dylst engum að fyrir þeirra hagsmunum hefur verið barist. Ég þykist líka vita að ef Íslenska þjóðin myndi taka þá ákvörðun að ganga í ESB og taka upp evru þá yrði fótunum kippt undan þessum græðgisöflum sem hér hafa ráðið ríkjum í langan tíma. Og þetta vita þeir fullvel sem standa þeim megin í þjóðfélaginu og þess vegna berjast þeir gegn því af öllum kröftum. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að öll stærstu fyrirtæki landsins nýta sér kosti evrunnar á sama tíma og þeir leggjast gegn því að almenningur fái notið hennar líka. Reyndar er ég ekki í vafa um að ástæðan er sú að þá missa græðgisöflin í þjóðfélaginu, eða það er að segja hin þjóðin, tökin á því að geta haldið áfram að græða á þeirri þjóðinni sem hefur það ekki eins gott. Nú um þessar mundir þegar ég er að skrifa þessar hugleiðingar þá skeður það að formaður stærsta og lífseigasta græðgisflokksins í Íslensku samfélagi hefur ákveðið að hætta formensku í flokknum. Auk þess hefur hann ákveðið að hætta þátttöku sinni í stjórnmálum og ástæðan er auðvitað sú að hann og hans flokkur skíttöpuðu í nýafstöðnum kosningum. Frá því að þessar fregnir bárust hafa dunið yfir frá fjölmiðlum hástemmdar lýsingar á því hvað þessi stjórnmálamaður hafi verið eldklár í Íslensku þjóðfélagi. Og það sem meira er að þessi lofsöngur virðist koma bæði frá andstæðingum hans í stjórnmálum og samherjum. Reyndar talar samflokksfólk hans meira um hvað hann hafi skilið eftir sig fullkomið þjóðfélag þar sem jöfnuður ríkir og bilið á milli stétta sé svo til ekkert á Íslandi. Hinir láta sér nægja að tala um hvað hann hafi verið eldklár pólítíkus og það sé eftirsjá að geta ekki tekist á við hann í stjórnarandstöðu. En eitt á þetta fólk þó sameiginlegt sem hefur tjáð sig um brotthvarf Bjarna Benediktssonar það tilheyrir þeirri þjóðinni sem hefur nóg til að bíta og brenna og þarf ekki að kvíða afkomu sinni. Hinir geta bara étið það sem úti frís. Höfundur er bílstjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir löngu las ég frásögn af tveimur mönnum sem sátu í fangelsi. Báðir áttu það sameiginlegt að vera dæmdir í svipaðan langan tíma þarna innan veggja. Og báðir áttu það sameiginlegt að standa löngum stundum við gluggann á klefunum og horfa á veröldina fyrir utan í gegn um rimlanna. Annar þessara manna einblíndi þungur á brún á forina sem var fyrir utan og það var mikil svartsýni í svip hans. Hinn fanginn einblíndi á sólina sem var að brjótast í gegn um skýin eftir rigningarskúr næturinnar. Í svip hans mátti sjá bjartsýni og einhverja vonarglætu sem endurspeglaðist í augum hans. Einhvern veginn svona birtist mér mórallinn í samfélaginu þegar tekist er á um hvort Íslenska þjóðin eigi erindi inn í ESB eða ekki. Það er eins og hérna séu tvær þjóðir sem er alveg fyrirmunað að setja sig í spor hvor annarrar. Nú þegar ég pikka þessar hugleiðingar inn á tölvuna á þessu nýbyrjaða ári og eftir að vera búin að hlusta á stjórnmálaumræður nú um áramótin sannfærðist ég en frekar um að svo sé. Ég veit ekki hve oft ég heyrði í fólkinu sem birtist í Kryddsíldinni og jafnvel í áramótaávarpi nýja forsætisráðherra hve Ísland væri auðugt land og hér sé frábært að búa. Auðvitað get ég tekið undir að á Íslandi sé margt mjög gott og hér sé að mörgu leiti gott að vera búsettur. En er hugsanlegt að fólkið sem lét í ljós þessa skoðun sína um þjóðfélagið sé gjörsamlega statt einhversstaðar úti mýri og hafi ekki hugmynd um líf stórs hluta þjóðarinnar. Getur það verið hugsanlegt að einhverjir af þessu fólki sem talaði um sæluríkið Ísland hafi verið andvaka yfir því að geta ekki endurnýjað þvottavélina á heimilinu eða keypt ný dekk undir bílinn þegar vetur gekk í garð. Eða hefur þetta sama fólk enga hugmynd um að hérna sé fullt af fólki sem sé búið að brenna sig illilega á Íslensku krónunni og óskar einskis frekar að henni verði kastað út í hafsauga. Veit þetta fólk virkilega ekki að þúsundir fólks á Íslandi hefur farið á fund bankana til þess að fá grænt ljós fyrir lántöku sem það var svo hæft til að borga til baka. Afborganir sem síðan stökkbreyttust í einhverjar fáránlegar fjárhæðir eftir nokkra mánuði svo nákvæmlega út reiknuð greiðslugeta fór til fjandans. Þetta kemur manni fyrir sjónir eins og harðsvíruð glæpasamtök sem hafa ekki snefil af samvisku hafi tekið sig saman um að moka til sín eins miklu fjármunum frá samlöndum sínum eins og hugsast getur. Og þetta hafa fjármálstofnanir getað gert með fullum stuðningi þeirra stjórnmálaflokka sem hér hafa ráðið ríkjum undanfarin ár. En auðvita, þetta er hin þjóðin sem er gjörsamlega fyrirmunað að setja sig í spor þessa hluta þjóðarinnar eða er bara alveg skítsama. En hvers vegna í fjandanum er ég að ergja mig á málflutningi þeirra sem tala um sæluríkið Ísland og hve dásamlegt það sé að búa í þessu þjóðfélagi. Við sem eigum það sameiginlegt að vera öll Íslendingar og búa í sjötta ríkasta landi í heiminum. Og því í ósköpunum við séum að kanna aðild að Evrópusambandinu fyrst við erum svona moldrík? Auðvitað finnst þeim sem eru óþreytandi við að minna okkur á ríkidæmið þetta gjörsamlega óskiljanlegt. Við sem eigum það sameiginlegt að vera á launum frá Íslenskum skattborgurum og velta okkur upp úr auðævunum. Ég sem fæ borguð mín ellilaun um hver mánaðamót og þessir sem eru óþreytandi við að minna á hvað við séum rík fá sín laun eða eftirlaun frá ríkinu. Eða er það kannski þarna sem hundurinn liggur grafinn, sem sagt munurinn á þessum launagreiðslum sem gerir það að verkum að það eru tvær þjóðir á Íslandi? Önnur þjóðin fær greiðslu inn á reikninginn sinn sem er ekki undir einni milljón um hver mánaðarmót eða jafnvel tvær og hin sem fær þrjú hundruð og fimmtíu þúsund. Og auðvita er þetta fyrirkomulag skapað að mestu leiti af þeim sem þvæla um hvað Ísland sé moldríkt og allir hafi það svo glimrandi gott. Ef ég fengi yfir milljón borgað inn á reikninginn minn um hver mánaðarmót mundi það virka fyrir mig eins og að fá lottóvinning einu sinni í mánuði. Og svo er fólk furðu lostið yfir þeim úrslitum úr síðustu kosningum að vilja losa sig við þá aðila sem ráðið hafa hér ríkjum undanfarin ár og losa sig við þessa handónýtu krónu í þeirri von að eitthvað breytist. Þetta birtist einna skýrast í þættinum Kryddsíld sem sendur var út á gamlársdag þar sem sátu tveir draugfúlir karlar sem misst höfðu völdin. Annar þvældi um hve stórkostlega bæði kjörin og kaupmáttur hefði batnað hjá fólkinu í landinu og hinn tautaði um að þetta væri allt að koma. Ef að þessir tveir fílupúkar voru ekki fyrir löngu komnir fram yfir síðasta söludag þá er það enginn. Ég hóf þessar nýárshugleiðingar mínar á því að það væru tvær þjóðir í þessu sjötta ríkasta landi í heimi og að þær væru ófærar um að tala saman. Ástæðan er auðvitað sú að völdin hafa verið hjá þeim hluta þjóðfélagsins sem best hafa haft það á Íslandi og það dylst engum að fyrir þeirra hagsmunum hefur verið barist. Ég þykist líka vita að ef Íslenska þjóðin myndi taka þá ákvörðun að ganga í ESB og taka upp evru þá yrði fótunum kippt undan þessum græðgisöflum sem hér hafa ráðið ríkjum í langan tíma. Og þetta vita þeir fullvel sem standa þeim megin í þjóðfélaginu og þess vegna berjast þeir gegn því af öllum kröftum. Eða finnst fólki það ekkert skrítið að öll stærstu fyrirtæki landsins nýta sér kosti evrunnar á sama tíma og þeir leggjast gegn því að almenningur fái notið hennar líka. Reyndar er ég ekki í vafa um að ástæðan er sú að þá missa græðgisöflin í þjóðfélaginu, eða það er að segja hin þjóðin, tökin á því að geta haldið áfram að græða á þeirri þjóðinni sem hefur það ekki eins gott. Nú um þessar mundir þegar ég er að skrifa þessar hugleiðingar þá skeður það að formaður stærsta og lífseigasta græðgisflokksins í Íslensku samfélagi hefur ákveðið að hætta formensku í flokknum. Auk þess hefur hann ákveðið að hætta þátttöku sinni í stjórnmálum og ástæðan er auðvitað sú að hann og hans flokkur skíttöpuðu í nýafstöðnum kosningum. Frá því að þessar fregnir bárust hafa dunið yfir frá fjölmiðlum hástemmdar lýsingar á því hvað þessi stjórnmálamaður hafi verið eldklár í Íslensku þjóðfélagi. Og það sem meira er að þessi lofsöngur virðist koma bæði frá andstæðingum hans í stjórnmálum og samherjum. Reyndar talar samflokksfólk hans meira um hvað hann hafi skilið eftir sig fullkomið þjóðfélag þar sem jöfnuður ríkir og bilið á milli stétta sé svo til ekkert á Íslandi. Hinir láta sér nægja að tala um hvað hann hafi verið eldklár pólítíkus og það sé eftirsjá að geta ekki tekist á við hann í stjórnarandstöðu. En eitt á þetta fólk þó sameiginlegt sem hefur tjáð sig um brotthvarf Bjarna Benediktssonar það tilheyrir þeirri þjóðinni sem hefur nóg til að bíta og brenna og þarf ekki að kvíða afkomu sinni. Hinir geta bara étið það sem úti frís. Höfundur er bílstjóri á eftirlaunum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar